Duplo-einhverfa
...þetta er ástæðan fyrir því að eldra Afkvæmið nennir helst ekki að kubba með mömmu sinni....sú síðarnefnda VERÐUR að flokka kubbana eftir litum, áður en byrjað er að kubba...annars „líður henni illa inni í sér”. Mjög erfitt að útskýra fyrir rúmlega 2ja ára sem er löngu búin að missa áhugann á því að kubba þegar mamman hefur lokið sér af í Duplo-einhverfu. Ég er farin að kvíða pínulítið fyrir Lego.....
P.s. til að fyrirbyggja allan misskilning, þá er ég ekki að gera lítið úr þeim sem eru einhverfir....
Ummæli
20. jan. 2012
lol snilld :)
21. jan. 2012
Skil þig óþægilega vel .... rules control the fun ;-) Knús á alla - við elskum líka Duplo en oft endar mamman ein hérna megin !!
24. jan. 2012
Gleymdi að segja ... bíddu bara þangað til hún fer að perla .... OMG !!! Allir litirnir maður minn !! Knússss
24. jan. 2012
Ég verð ekki viðræðuhæf er ég hrædd um