Gleðileg jól
Nú eru líklega mörg börnin orðin ofurspennt :) Yngra afkvæmið liggur á gólfinu og reynir að komast yfir púðann sem situr í vegi hans eins og risastórt bjarg (hann er nýbyrjaður að skríða). Eldra afkvæmið týnir jólaskrautið af trénu og setur undir borð, eða stól. Þetta eru jólin í hnotskurn þetta árið. Jólatréð er reyndar eina skrautið hér því við erum ekki í eigin húsnæði þessi jólin (því við erum í fríi á Íslandi).
Ég óska ykkur gleðilegra jóla og vonandi ná allir að metta magann sinn. Passið samt að metta hann ekki um of og auðvitað bara með hollustu (ef þið hafið tök á). Ég verð með tölvuna opna ef einhverjar á-síðustu-stundu spurningar varðandi uppskriftirnar mínar skjótast upp í kollinn :)
Bestu jólakveðjur