InSpiral kaffihúsið á Camden

Ég hafði ekki heyrt af InSpiral kaffihúsinu þó ótrúlegt megi virðast, fyrr en María vinkona mín benti mér á það fyrir nokkru síðan. Síðan þá hef ég farið nokkrum sinnum og aldrei orðið fyrir vonbrigðum. Það er boðið upp á blöndu af vegan og hráfæðis allskonar og kökurnar og konfektið og ísinn og smoothie-arnir eru þannig að ég legg á mig strætóferð, í nístingskulda til þess eins að lauma einhverju góðgæti í magann.

Camden er um margt breytt síðan einhver hluti þess brann fyrir nokkrum árum. Það var svo sem tími til kominn til að hreinsa aðeins til og stokka upp og ég er nokkuð viss um að InSpiral, sem liggur við Camden síkið dregur ófáa „öðruvísi” einstaklinga til sín. Þetta er nefnilega sá staður sem beinlínis ER skilgreiningin: „krönsjí granóla”. Ef þið eigið leið hjá Camden skuluð þið endilega kíkja inn. Staðurinn er á brúnni, hægra megin þegar maður labbar í átt að „hesthúsunum”. Væri SVO til í eina kökusneið frá InSpiral núna. Eini gallinn við staðinn er að hann er svo innilega ljótur að innan. Þá er ég að meina stíllaus og eiginlega fráhrindandi. Bretar hafa ekki enn þá lært þá list að gera kósí kaffihús....Dæmi um kósí kaffihús er t.d. Kaffismiðjan, Kárastíg og það þarf ekki að kosta til miklu svo að verði huggulegt. Neon ljósin á InSpiral, hvíta, ljóta málningin, veggspjöldin á veggjunum, bekkirnir og borðið, minnir mig allt á „opið hús” í Gaggó.....Það nær ekki að skemma matarlystina auðvitað og ætti ekki að stoppa neinn í að fara á staðinn.

Athugið að myndirnar eru teknar á litlu imbavélina því ég nenni ekki að burðast með 4ra kílóa myndavélina + linsuna með mér í strætó þegar ég er að drösla Afkvæminu líka :)

Inspiral að utan

InSpiral séð að utan

Inspiral að innan

Séð InSpiral séð að innan

Beint á móti InSpiral

Horft í átt að Inspiral, séð yfir Camden síkið. Fólk að borða hádegismat....

Inspiral, séð að utan

Horft yfir síkið í átt að InSpiral

Afkvæmið að kíkja út um gluggann

Afkvæmið horfir út um gluggann. Nýbúin að borða cashew- og vanilluís

Hnetusmjörskaka á inspiral

Guð-dóm-leg hnetusmjörs og súkkulaðikaka

Cashewís

Cashew- og vanilluís....ekki beint fallegur í pappamálinu

Skrýtið fólk á Camden

Það er alltaf nóg af skrýtnu fólki á Camden.

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It  

Ummæli

Tóta
18. des. 2011

Hljómar spennandi :)

Ólöf
29. jan. 2012

mmmm... slef...
það væri gaman að heyra af fleiri spennandi hráfæðistöðum til að heimsækja...

gætir þú haft sér flokk fyrir hráfæði í uppskriftunum þínum svo það sé auðveldara að finna þær??? bara hugmynd! :)

annars er síðan þín frábær!

sigrun
29. jan. 2012

Hæ hó. Undir flokkinum 'Kökur- og eftirréttir' er einn flokkur sem heitir 'Óbakaðar- og hráfæðiskökur', þú getur allavega fundið kökur o.fl. þar undir :) Seinna meir set ég kannski sér flokk fyrir hráfæði.