Jólamaturinn

Ég er búin að fá þessa spurningu 100 sinnum. Hvað borðar CafeSigrun á jólunum? Þetta er góð spurning þar sem ég er grænmetisæta en Jóhannes ekki (en hann borðar reyndar alla grænmetisrétti og finnst þeir mjög góðir. Hann borðar kjöt eiginlega spari)! Ég ákvað að setja saman smá matseðil yfir það sem ég borða svona yfirleitt á jólunum....ekki tæmandi þó. Allt er af vefnum mínum nema það sem ekki er tengt (með tengli).

Forréttur:

Aðalréttur:

Fyrir Jóhannes (sem reyndar borðar sæll og glaður hnetusteikina en finnst kjöt líka gott).

  • Eitthvað kjötmeti (naut, kalkúnn, reykt villibráð o.fl.)
  • Sushi (ef hafa verið afgangar úr Þorláksmessuboði, fer eftir því hvað ég var crazy það árið í sushigerðinni)
  • Hreindýr/gæs (skotið af bróður mínum)

Eftirréttur:

Eftir-eftirréttur: :)

Annars er ég búin í prófum og ritgerðum þangað til eftir áramót (strax í fyrstu vikunni).....og svo er það Ísland á morgun...nóg að gera.

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It  

Ummæli

Valur Geisli
16. des. 2011

Fyrir 80 árum rak hér á land matar og lífssstefnu er kallaðist Jurtaneyslustefna og þeir er henni fylgdu kallast Jurtaneytendur er aðhyllast jurtafæði. Orðið ,,grænmetisæta,, er ekki boðlegt að greint og gott fólk noti. Fyrir nú utan það að er maður gengur ákveðinni stefnu á hönd þá á maður að vita hvað stefnan heitir.Og stefnan heitir Jurtaneyslustefna.