Gestabloggarinn: Kaffihúsin í London: The Espresso Room

Ég sagði síðasta sunnudag að þetta kaffihús yrði síðasta kaffihúsið til umfjöllunar en við mundum eftir tveimur öðrum sem við ætlum að taka til umfjöllunar. Annað þeirra er mesta nördakaffihús ever og hitt er kaffihús sem kveikti í Elektra blætinu hjá Jóhannesi forðum daga...spennandi sunnudagar framundan! En nú er það Espresso Room til umfjöllunar...

The Espresso Room

&;31-35 Great Ormond Street í Bloomsbury

Fyrir utan The Espresso Room, nokkur sæti

Inni í Espresso Room

Ekki láta húsnúmerin 31-35 blekkja ykkur, þetta er minnsti staðurinn af þeim sem ég fjalla um (það voru held ég 2 sæti inni en eitthvað fleiri úti). Stærðin á honum minnir helst á Kaffitár í plássinu sem þau voru upphaflega með í Kringlunni (veit ekki hvort margir muna eftir staðnum, en það var áður en þau fluttu sig þarna undir rúllustigann. Þar, á gamla, litla staðnum smakkaði ég fyrsta espressoinn minn og varð „hooked”!). Eins og svo mörg önnur kaffihús sem ég hef fjallað um þá eru þau að nota kaffi frá Square Mile og ég var mjög ánægður með kaffið, mjög góður bolli (myndin var ekki nógu góð hjá mér). The Espresso Room er skemmtilegur staður (þau t.d. stilltu sér upp fyrir myndatökuna) en kannski ekki alveg í alfaraleið venjulegs túrista í London en þó bara nokkurra mínútna ganga frá British Museum. Fólk sem er að ferðast um London með krakka og langar að gera eitthvað skemmtilegt þá má benda á að Coram’s Fields (risa leikvöllur og svo eru geitur og kindur o.fl. á vappi) er bara rétt hjá þessu kaffihúsi. Bendi samt á að Espresso Room er einungis opið á virkum dögum.

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It  

Ummæli

Sigrún Þöll
07. nóv. 2011

Krúttlegt að sjá hvernig fólkið situr úti :)