Gestabloggarinn: Kaffihúsin í London: Sacred Café

Sacred Café er næstur á dagskrá. Þeir eru með útibú á 6 stöðum (eiginlega 5 og hálfum því einn staðurinn er lítill vagn í Bloomsbury ætlaður til að þjóna kaffiþyrstum háskólanemum). Sá staður sem við höfum helst farið á er sá sem er í Covent Garden. Ef þið eruð á ferðinni í Covent Garden og eruð í frekari ferðahugleiðingum um heiminn þá er gott að hafa í huga að Stanfords hýsir eitt stærsta úrval ferðabóka (leiðsögubækur sem og ferðasögur hvers kyns) og korta (maps) í heiminum. Það er endalaust gaman að skoða og láta sig dreyma. Þeir eru einnig með skemmtilegar krakkabækur tengdar London og ferðalögum.

Sacred Coffee

12-14 Long Acre í Covent Garden (til umfjöllunar) en einnig víðar í London

Sacred séð að utan

Skilti Sacred Coffee

Sacred séð að innan

Espresso á Sacred

Þetta er eina kaffihúsakeðjan sem ég leyfi að fljóta með hér og á kannski eftir að sjá eftir því seinna. Ég er ekki mjög hrifinn af keðjum í heild, vil frekar styrkja litlu einkareknu kaffihúsin í hverfinu mínu.&; Það má samt ekki sniðganga þá sem eru að gera vel og það kaffi sem ég hef smakkað hjá Sacred hefur verið mjög gott (einn besti bolli sem ég hef fengið í langan tíma kom frá Sacred á Long Acre í Covent Garden, eru inni í Stanford bókabúðinni á Long Acre).&; Það vantar samt alveg karakter þann sem má fnna í litlu kaffihúsunum, þeir eru keðja og ekkert að fela það. Bakkelsið er heldur ekki eins girnó og á litlu stöðunum en langt frá því að vera eitthvað „ó-girnó”.

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It  

Ummæli

Sigrún Þöll
23. okt. 2011

Þessi er rosalega svipaður og heima ef maður dæmir út frá myndunum

sigrun
23. okt. 2011

Já það er reyndar alveg rétt :)

gestur
23. okt. 2011

Sacred er nýsjálenskt kaffihús, kívíarnir í london fara þangað til að fá sér flat white, af því að bretar kunna víst ekki að blanda saman kaffi og mjólk í réttum hlutföllum (og það er svo mikið af kívíum í london að þeir einir ættu að geta haldið keðjunni gangandi) - svo eru þeir með klassískar nýsjálenskar kökur og kalda drykki sem eru innfluttir frá nýja sjálandi, sem gleður þá jafn mikið og sænska búðin og Scandinavian kitchen gleður okkur ;) Annars finnst mér alveg ágætlega kósí niðri á staðnum þeirra á Ganton st.

joe
23. okt. 2011

Já, það stemmir, það er reyndar ekki bara Sacred heldur eru flest af þessum "betri" kaffihúsum í eigu annað hvort Ástrala eða Nýsjálendinga (og m.a.s. boðið upp á Anzac kex í flestum þeirra :)). Ef ég man rétt þá er talið að það séu um hálf milljón Ástrala í London að staðaldri og eitthvað minna af Nýsjálendingum. &;Alveg merkilegt hvað það er hátt hlutfall af þeim kaffihúsum sem eru með úrvals kaffi sem eru í eigu þeirra. &;Hvers vegna hafa t.d. skandínavar ekki sett upp kaffihús sem falla í þennan flokk? (ætli Joe and the Juice komist ekki næst því) &;Nú gengur skandinövum vel í alþjóðakaffikeppnum og ættu því að geta keppt við þá þarna frá "Down under". &; Ég man alveg fyrst þegar ég heyrði talað um Flat White var einmitt af ástölskum vinum okkar Sigrúnar sem voru að kvarta undan því að fá ekki almennilegt Flat White í London, að Bretar bara kynnu þetta ekki, en það var áður en þessi gúrmei kaffihús fóru að spretta upp og fyrsta þeirra sem ég varð var við heitir einmitt Flat White og verður tekið fyrir næstu helgi.&;

F.Vala
27. okt. 2011

Æðislegt, ætla að tjekka á þessum næst þegar ég fer niðrí bæ. en Flat white kaffihúsið er með alveg frábært kaffi, en ég mæli með því að taka það bara með, því það er ekkert stórkostlegt að sitja þarna inni.
En um einkarekkna staði þá get ég eindregið mælt með þessum

http://www.the-haberdashery.com/Home.html

Hann er í crouch end, svolítið utan við, en með alveg frábæran organic mat og yndislegt fólk að vinna þarna, rosalega kózy og gaman að fara þanngað. kaffið er ekkert stórkostlegt, en þeir eru með ný pressaða ávaxta og grænmetið drykki, og kökur sem eru "to die for" og þær eru allar gerðar úr almennilegu stöffi. ein þeirra bestu er sætkartöflu og kanil kaka.