Í skólanum, í skólanum er skemmtilegt að vera.....

Það er gaman í skólanum. Heilinn á mér er að bráðna en það er allt í lagi. Og ég er langt frá því að vera elst í bekknum. Ég er hins vegar uppgefin eftir daginn því þetta eru 2 x 3ja klukkustunda fyrirlestrar og allan tímann erum við að hlusta, tala, vinna verkefni og þykjast vera gáfuleg (allavega ég).

Við erum að lesa nýjustu rannsóknir um ýmislegt heilsutengt; t.d. um inngrip varðandi heilsutengd málefni (t.d. hreyfingu, næringu, reykingar, streitu o.fl., o.fl.) og margt sem mér hefur fundist svo áhugavert að ég sit gapandi. Þegar ég er orðin aðeins meira inn í öllu mun ég deila með ykkur fróðleik. Finnst ég ekki alveg vera komin á þann stað strax. Eitt samt finnst mér mjög skemmtilegt og það er að allt lífsferlið er tekið með í spilið, ekki bara frá fæðingu. Nú eru komnar fram rannsóknir sem sýna svo ekki verði um villst að atferli móður t.d. næring, umhverfi hennar sem og líðan á meðgöngu getur haft (meiri en áður var haldið), heilsutengd áhrif síðar meir á ævinni. Þau börn sem fæðast of létt eru verr sett en þau sem fæðast þyngri (þá er ekki verið að tala um fyrirbura). Blóðið sem annars ætti að dreifast til og mynda öll helstu lykillíffæri fer aðallega til heilans, mikilvægasta líffæri mannsins en hlutfallslega minna fer til nýrna, lungu, hjarta o.fl. Sem aftur útskýrir hvers vegna Indverjar eru gjarnir á að fá sykursýki og hvers vegna sumt fólk, þrátt fyrir að vera algjörlega eðlilegt í þyngd, þróar með sér hjarta- og kransæðavandamál en hin sem eru þyngri eru kannski allt í lagi til æviloka (auðvitað spilar margt inn í en þetta er í hnotskurn The Barker Hypothesis). Það eru sem sagt töluvert meiri líkur á að fá hjartafáll eða önnur hjartatengd vandamál sem og sykursýki ef fæðingarþyngd er lág (umfram það sem telst eðlilegt hjá okkur á Vesturlöndum). Ansi áhugavert.

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It