Uppeldið
- Þú veist að ég hlusta ekki á væl.
- Það þarf bara ákveðnari aðlögun.
- Nú verðurðu að prófa sjálf. Annars geturðu aldrei lært þetta.
- Ég fer að nota CIO aðferðina (Crying It Out) og hlusta ekki á grenj.
- Kannski að þurfi að nota þá aðferð að venja við...þú veist grenja í smá stund og svo athuga.
- Það þarf bara að nota hörkuna.
Uppeldisaðferðir? Já. Á börnin? Nei. Jóhannes var að troða á mig nýjum síma....ég þoli ekki nýja hluti. Sérstaklega ekki nýja síma.
Ummæli
06. okt. 2011
haha!
06. okt. 2011
Oh ég þoli heldur ekki nýja hluti. Ég fékk mér ekki nýjan síma fyrr en hinn (sem var orðin 6 ára) dó...
07. okt. 2011
hahahhahahahah :)
07. okt. 2011
hahaha, snilld! ég fer í black out þegar ég á að læra á rafmagnstæki, heyri hvorki né sé