Gestabloggarinn: Kaffihúsin í London: Foxcroft & Ginger

Nafnið á þessum stað hljómar eins og um pöbb sé að ræða. Þeir bera oft svipuð nöfn eins og Slug & Lettuce, Roce & Thistle, Waggon & Horses o.fl. En Foxcroft & Ginger er enginn pöbb og einn starfsmannanna lítur út alveg eins og Tony Parker, fyrrum eiginmaður Eva Longorio (úr Desperate Housewives)....ekki það að þær upplýsingar skipti einhverju máli...mér finnst það bara fyndið. En allavega..áfram með kaffið og ég gef Jóhannesi orðið.

Foxcroft & Ginger

3 Berwick Street í Soho

Foxcroft og Ginger séð að utan. Myndin er frá comconella.blogspot.com

Foxcroft & Ginger og afgreiðsluborðið

Borð og stólar á Foxcroft & Ginger

Espresso á Foxcroft & Ginger

Ég hef kannski minnst sótt þennan stað af þeim sem ég er að taka fyrir hérna í þessari umfjöllun en það líklega vegna þess að hann er lengst í burtu frá þar sem við búum og tiltölulega nýr. Þessi staður er í Soho og á þeim litla bletti þar sem enn lifir smá af gömlu skuggahliðum Soho hverfisins (vændi, eiturlyf og klámbúllu). Í götunni eru t.d. enn rauðir lampar í gluggunum hjá þeim (konum, körlum og mitt á milli) sem bjóða upp á sína „þjónustu”. Kaffihúsið er hins vegar í nýju húsi og er mjög flottur staður með skemmtilegum smáatriðum eins og gömlum leikfimishestum fyrir borð og ömmulega bolla þar sem enginn er í stíl. Þeir eru að nota kaffi frá Climpson and Sons (en voru áður með kaffi frá Monmouth Cafe) og virðast alveg vita hvað þeir eru að syngja þegar kemur að kaffinu. Bollarnir eins og ég nefndi eru margir hverjir ansi sérstakir en í staðinn er ekki verið að hugsa um það sem hentar kaffinu sjálfu sem best (sbr. flatur, grunnur og víður bolli fyrir espresso). Kaffið var með dekkri tónum en t.d. Square Mile en Monmouth og meira „íslenskt” en það sem gengur og gerist hér þ.e. nær Kaffitár en Square Mile sem er með frekar háa sýrni leitað eftir háum tónum. Þetta er samt sá staður af þessum sem ég er að fjalla um sem mér hefur fundist þjónustufólkið jafn áhugalaust og bólugröfnu unglingarnir sem vinna hjá „græna risanum”, en eru kannski bara svona rosalega miklar týpur og ég fatta það ekki. Ég þarf að fara oftar og sjá hvort þetta breytist eitthvað. Mér leiðist nefnilega stælar.

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It  

Ummæli

Sigrún Þöll
03. okt. 2011

Skemtileg umfjöllun!

Kaffið virkar girnilegt hmm..

Lísa Hjalt
04. okt. 2011

stælar í Soho ... maður þarf að tékka á því!