Gestabloggarinn: Kaffihúsin í London: Store Street Espresso

Það liggur við að við gætum teygt okkur úr húsinu okkar yfir í næsta kaffihús sem Jóhannes ætlar að taka til umfjöllunar. Það tekur okkur þrjár mínútur að labba á það sem er auðvitað stórhættulegt en afar hentugt, sérstaklega fyrir yngsta meðlim fjölskyldunnar (3.5 mánaða).

Store Street Espresso [engin vefsíða enn sem komið er]
40 Store Street í Bloomsbury

Store Street Espresso að utan

Store Street Espresso að innan

Espressoinn á Store Street Espresso

Þau sem eru með þennan stað eru ekki alveg eins „harðkjarna” í kaffinu og á mörgum hinna staðanna og því held ég að mér finnist hann sístur af þessum stöðum sem ég er að fjalla um. Starfsfólkið er líka stundum full „too cool for school”. Það má samt alls ekki halda að það sé ekki gott kaffi hérna, eru með Square Mile kaffi, hann er bara ekki alveg fremstur meðal jafninga þó góður sé.&; Það er sama hráa uppsetning hér eins og á mörgum öðrum stöðum, meira lagt upp úr kaffinu og veitingunum en útlitinu á staðnum. Það er voða kósí að sitja í glugganum þarna þegar það rignir og horfa út á götu með gott kaffi. Þeir eru líka með gott meðlæti af því sem við höfum smakkað. Mæli eindregið með þessum ef fólk er að fara að skoða British Museum og vill fá gott kaffi fyrir eða eftir, er bara örstutt labb á milli.

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It