Allt að verða vitlaust
Það er allt að verða vitlaust í London. Eða svoleiðis. Við reyndar finnum ekki fyrir miklu en allt í kringum okkar logar allt í rugli. Ég sá óeirðarbíl frá lögreglunni efst á Tottenham Court Road í dag, nálægt þeim stað sem við búum á og ég taldi 20 manna lögreglulið á leið minni í dag. Yfirleitt sé ég kannski einn á vappi. Mér skilst að þeir hafi búist við einhverjum látum með kvöldinu því þessi gata er jú þekkt fyrir tölvur og tæki hvers kyns en ég held að það hafi ekki verið nein læti. A.m.k. hef ég ekki heyrt neitt nema öðru hvoru í þyrlum og sírenum. En það er eiginlega daglegt brauð svo það er ekkert óvenjulegt.
Ástandið var afar slæmt í mörgum „verri hverfum” London, þannig að maður varð virkilega glaður að búa hér í friðsældinni í Bloomsbury, uppi á 4. hæð með læst járnhlið fyrir framan húsið. Hér líður okkur vel og við erum örugg. Mér finnst merkilega lítið fjallað um alvarleika málsins í fjölmiðlum heima...þar hefur fólk meiri áhyggjur af rassinum á Kim Kardashian. Það er ekki fyrr en núna að einhver umfjöllun virðist vera komin af stað.
Ég er bara svo glöð að tilheyra ekki samfélögum þeim sem ala upp þessa hegðun og þetta 'mentalitet' í ungviði sínu. Ég skil ekki svona hegðun, þessa múgsefjun og þessa lögleysu. Undir niðri kraumar heift, andúð og skelfileg öfundssýki. En kommon...að brjóta niður glugga og stela hvítum strigaskóm? Ekki til að klæða sprungna fætur barnsins þíns sem hefur aldrei átt skó. Nei, ó nei. Ákveðin merki voru sigtuð út og meira að segja voru skór mátaðir í búðinni. Glingri, flatskjám, hettupeysum, ipodum, ipadum, úrum......segir það ekki svolítið. Þetta fólk er ekki að stela mat sér til lífsbjargar, né vatni. Það er að stela efnislegum hlutum sem skipta engu máli, bara af því „það fær tækifæri til". Það er virkilega mikið að í samfélagi sem lætur svona. Mikið af þessu liði eru krakkar sem hafa ekkert að gera. Mikið af þessu liði er líka fólk á atvinnuleysisbótum (en tilheyrir ekki þeim hópi sem er að reyna), ólöglegir innflytjendur, tækifærissinnar, ofbeldisseggir, auðnuleysingjar og aumingjar. Samfélagsmein. Þetta er ekki fólk sem skilar einu né neinu til samfélagsins. Þetta er fólk sem heldur að það eigi rétt á betra lífi án þess að þurfa að vinna fyrir því (við hin þurfum að borga brúsann) og heldur að lífið verði betra með því að stela hvítum strigaskóm, joggingpeysu og stórum eyrnalokkum. These people make me sick.
Ummæli
11. ágú. 2011
Þú ert sjánlega skarpur þjóðfélagsrýnir með gott innsæi.Mátt greinilega hvern dag þakka fyrir læst járnhlið
og fjórðu hæðina.Ég vona bara að fjórða hæðin sé ekki úr gleri. Gísli
15. ágú. 2011
Thessi samantekt er pinleg fyrir thig og gerir ekkert annad en ad syna hversu illa thu ert inni i malum...eda hrikalega fordomafull.
Skemmtu ther vel a 4.glerhædinni.
15. ágú. 2011
Fyrirgefið að ég spyr, en hvað er málið með þetta komment hér að ofan, ég skil það ekki. Algjörlega úr takt við fína færslu en við erum ekki öll eins, sem betur fer ekki ;-)
15. ágú. 2011
Sammála þér Lísa, skil þessi komment ekki alveg. Þekki nokkra Breta sem eru búsettir á Íslandi og þeir líta sömu augum á þetta og Sigrún.