Vantra (spennandi grænmetisstaður í London)
Ég prófaði í dag Vantra, sem ég hef ætlað að prófa í þúsund ár. Eða síðan ég flutti til London. Síðan eru jú liðin þúsund ár. Fyrst var hann í um 20 fm húsnæði og ég labbaði fram hjá honum svo til á hverjum degi. Í hvert skipti hugsaði ég…jæja verð að fara prófa þennan. Svo á síðasta ári tók ég eftir því að staðurinn hafði flutt sig um set og er kominn í stórt húsnæði, rétt hjá Soho Square, við hliðina á Govindas. Govindas er grænmetisstaðurinn sem Hari Krishna fylgjendur reka. Ég er ekki fylgjandi en mér finnst gott að borða þar og maturinn er ódýr. Vantra, staðurinn sem ég prófaði svo í dag er nánast við hliðina á og ég hitti Maríu vinkonu mína yfir smoothie með hnetumjólk, mangoi og kakói. Ég fékk mér líka súkkulaðimuffins og trufflur. Namm. Þeir nota engan hvítan sykur og eru með ansi skemmtilegar samsetningar af drykkjum. Þeir eru líka með girnilegan mat. Allur maturinn er vegan (fyrir jurtaætur) og mikið af hráfæðisréttum. Ef þið viljið borða CafeSigrun vænan mat og eruð stödd í London mæli ég með Vantra…hann er heldur ekki túristapleis sem er alltaf kostur.
Govindas, Hari Krishna staðurinn
Vantra, staðurinn sem ég prófaði loksins
Vantra, að innan
Meira að innan