CafeSigrun á Facebook

Ég er búin að vera með 5000 vini á Facebook í nokkuð langan tíma. Eða reyndar eiginlega 6500 vini því á tímabili var ég með um 1500 manns á 'biðlista'. Facebook hins vegar fílar ekki að ég sé með svona marga vini. Facebook heldur að ég sé eitthvað rosa stórt fyrirtæki, sé að auglýsa mig í gríð og erg þegar ég birti uppskriftir og vill að ég loki vinaprófílnum mínum. Sem er dálítið svekkjandi því það er gaman að eiga 5000 'vini' og 1500 á biðlista.

CafeSigrun á Facebook (vinasíðan) mun því loka fljótlega en í staðinn er til aðdáendasíða þar sem maður gerir 'like' eða 'líkar' við (hnappur efst á síðunni). Það eru um 8500 manns aðdáendur CafeSigrun á Facebook og mér finnst það algjörlega magnað. Það eru 8500 sem vita yfir höfuð hvað CafeSigrun er!!! Er það ekki ótrúlegt? Mér finnst það allavega.

En já anyways....þið sem viljið fylgja CafeSigrun á Facebook, farið þá inn á CafeSigrun - Hollar uppskriftir og bætið ykkur við. Vonast til að sjá ykkur sem allra flest þar

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It  

Ummæli

SigrunSveito
18. jún. 2011

Mér finnst það bara ofur eðlilegt að svona margir viti af þér, eflaust eru þeir miklu fleiri! Síðan þín er algjörlega frábær og ég er endalaust þakklát fyrir þig og síðuna.
Takk kærlega :)

sigrun
20. jún. 2011

Hí hí ég verð bara feimin við að lesa svona...ég er enn hissa á að það séu fleiri en vinir og vandamenn sem vita af síðunni :)

Jóna Fanney
22. jún. 2011

Sammála - ekkert skrýtið að síðan sé vinsæl... ef hægt er að elska síðu þá elska ég þessa :) Takk Sigrún mín fyrir mig og mína! Jóna Fanney

sigrun
24. jún. 2011

Takk Jóna Fanney mín....

Hvenær eigum við að eldabuskast saman í hollustu-hestaferð.....?