Fróðleikskornið: Að gera óþroskaða ávexti þroskaðri

Vissuð þið að til þess að láta óþroskaða ávexti þroskast fyrr getið þið stungið ávextinum (t.d. mango, peru eða avocado (já avocado er ávöxtur)) ofan í skál með ósoðnum hrísgrjónum eða byggi. Best er að setja banana ofan í grjónin líka og hylja svo ávextina með grjónunum! Þið getið reyndar líka stungið ávextinum í bréfpoka (upplagt að nota pokana utan af íslenska bankabygginu), sett banana með og lokað fyrir, gerir sama gagn og að stinga ofan í hrísgrjónin..... Hrísgrjónin getið þið svo notað eins og áður.

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It  

Ummæli

Þannig að etýlen (ethylene) lofttegundin sem myndast í þroskuðum ávöxtum hafi einnig áhrif til þroskunar á þá óþroskuðu.
Þess vegna aðskilur maður banana og stillir þeim upp stökum ef maður vill að þeir þroskist hægar.

sigrun
16. jún. 2011

Akkúrat :)