Ný uppskrift: Jarðarberja- og vatnsmelónudrykkur

Nú er jarðarberjatíminn í Bretlandi og ég er líklega búin að kaupa 30 kg af jarðarberjum síðasta mánuðinn. Ég hélt þetta væri eitthvað svona óléttudæmi (að vera sólgin í jarðarber) en ég er alveg jafn slæm eftir að Nr.2 kom í heiminn. Ég var að setja inn þessa uppskrift að Jarðarberja- og vatnsmelónudrykk sem er einstaklega frískandi í sumarhitanum (só sorrí þið á Íslandi :) Þið sem eruð að krókna getið allavega útbúið drykkinn til að fá öll fínu vítamínin sem eru í honum :)

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It  

Ummæli

Hulda Freyja
10. jún. 2011

Hmmm já það er ekki gott veður hérna á fróni en þá er nú gott að hafa svona uppskrift af "sól í flösku", maður þarf bara að setja ofninn á fullt, halla aftur augunum fá sér drykk og láta sig dreyma....

sigrun
11. jún. 2011

Þetta er rétta viðhorfið :) "Sól í flösku" :)