Ný uppskrift á CafeSigrun: Gulrótarkakan hans Alberts

Ég hef engu við að bæta um eldgosið (sem ég fylgist með úr fjarlægð héðan úr London) svo ég set bara inn nýja uppskrift í staðinn!

Reglulega fæ ég sendar uppskriftir frá notendum vefjarins (Lísa vinkona mín telst ekki með því hún er alltaf að senda mér girnilegar uppskriftir og ég á eftir að gera frá henni svona 200 uppskriftir). Það er alltaf gaman að lesa yfir uppskriftir frá öðrum og mest þykir mér vænt um þegar fólk sendir mér „fjölskylduppskriftir” sem hafa kannski verið í sömu fjölskyldunni áratugum saman. Stundum er fólk að senda mér uppskrift sem er þeim kær t.d. vegna sérstaks tilefnis. Það er gaman að vera treyst fyrir slíkum fjársjóðum. Ég hef ekki alltaf tíma til að prófa uppskriftir sem mér eru sendar en stundum stenst ég ekki mátið. Um daginn sendi mér notandi vefjarins, Albert Eiríksson að nafni, uppskrift að gulrótarköku sem er líka hráfæðiskaka. Mér leist svo vel á hana að ég varð að prófa. Hún stóð fyllilega undir væntingum og birti ég afraksturinn hér.

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It  

Ummæli

Margrét Rós
13. jún. 2011

Ég "bakaði" þessa áðan og vá hvað hún er góð! Eðal desert á mánudagskvöldi :-)

sigrun
14. jún. 2011

Gaman að heyra Margrét :)