Gamlar uppskriftir með nýjum myndum

Upp á síðkastið hef ég verið að dunda mér við að gera uppskriftir aftur sem annað hvort höfðu ekki mynd eða voru með svo ljóta mynd að ég gat ekki lengur horft á þær. Hér fyrir neðan má finna gamlar uppskriftir með myndum/nýjum myndum. Ég er alltaf hrifnari af myndum með uppskriftum og það er oft þannig að uppskriftir á vefnum sem voru eiginlega týndar og maður tók ekki eftir, glæðast nýju lífi með því að fá mynd.

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It  

Ummæli

Melkorka
07. maí. 2011

Vá Sigrún! Glæsilegt, ég er að vinna verkefni um þessar mundir og get lítið notið þess að elda og baka. En ég er farin að iða af eftirvæntingu að geta aftur farið að prófa nýjar uppskriftir. Ekki sýst núna, eftir að hafa skoðað þessar myndir. Það skiptir svo miklu máli að fá mynd og svo eru þínar myndir sérstaklega flottar. Þetta er bara frábært hjá þér Sigrún. Ég er alltaf jafn þakklát fyrir að hafa aðgang að þessari síðu sem þú legur svo mikla alúð og metnað í svo aðrir fái hlutdeild í þekkingu þinni og reynslu.

sigrun
07. maí. 2011

Takk Melkorka mín, alltaf gott að klapp á bakið :)

barbietec
07. maí. 2011

svakalega er þetta falleg og girnilegt *mmmm*

sigrun
07. maí. 2011

Takk Sigrún :)

Hrönna
08. maí. 2011

Þú situr heldur betur ekki aðgerðarlaus...innilega til hamingju, nú fá enskumælandi fólk loksins aðgang að vefnum :) Innilega til hamingju !

Harpa M
08. maí. 2011

Sæl Sigrún,
Mig langar til þess að segja þér að síðan þín og öll þín vinna í kringum hana er yndisleg! Takk fyrir það að leyfa okkur hinum að njóta síðunnar sem ég svo sannarlega geri :)
Kveðja frá aðdáanda og ferðalanga í átt að breyttum lífstíl :)

sigrun
09. maí. 2011

Takk fyrir klappið á bakið Harpa :)