Enska útgáfa vefjarins opnuð!!!

Jæja, þá erum við búin að opna ensku útgáfu CafeSigrun. Það þýðir að ég er búin að þýða (nánast) hverja einustu uppskrift vefjarins og (nánast) allt efni (það er eins gott að við eigum ekki sjónvarp) og Jóhannes er búinn að vera sveittur við að forrita eins og enginn sé morgundagurinn (aftur, það er eins gott að við eigum ekki sjónvarp). Einnig opnaði ég Facebook síðu fyrir enska vefinn.

Það er eins gott að maður geri eitthvað jákvætt fyrir bresku þjóðina því hún mun annars leggjast í alls herjar volæði eftir morgundaginn. Ekkert brúðkaup framundan og engin löng helgi (tvær helgar í röð hefur verið frá frá föstudegi til mánudags). Við höfum þó sól og sumaryl sem er svolítil sárabót.

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It  

Ummæli

Hrönna
02. maí. 2011

Það er aldeilis kraftur í ykkur! Innilega til hamingju :)

rosastef
02. maí. 2011

Til hamingju :)

Hallakol
05. maí. 2011

Æðislegt, til hamingju!

Melkorka
05. maí. 2011

Var að skoða ensku útgáfuna og fyrsta bloggið þar. Svakalega flott hjá ykkur! Til hamingju!!!