Ný uppskrift: Pistachio- og kókoskúlur

Ég var að setja inn nýja uppskrift á vefinn. Mér fannst tilvalið að setja inn uppskrift að konfekti rétt fyrir páskana enda eru margir sem eru ekki hrifnir af því að kaupa tilbúin páskaegg (og ég skil það vel) og vilja frekar búa til sitt eigið nammigott. Konfektið hentar einnig vel fyrir t.d. veisluborð enda eru margir í þeim hugleiðingum þessa dagana.

Á þeim nótunum þá tók ég saman páska- og veislu uppskriftir þ.e. uppskriftir og hugmyndir sem passa vel fyrir þetta tímabil sem nú er í gangi (páskar, fermingar, útskriftir og svoleiðis húllum hæ). Samantektin verður sýnileg af forsíðunni þangað til í byrjun sumars.

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It  

Ummæli

Lísa Hjalt
20. apr. 2011

Er eitthvað að frétta af tilraunum Jóhannesar til að gera manni kleift að smakka á uppskriftum í tölvunni?!! Þessi uppskrift er að gera mig bilaða úr græðgi!

sigrun
20. apr. 2011

Þetta er allt að koma Lísa...allt að koma :)