Sammála

...og þið hélduð að ég væri að tala um Icesave he he....Bara svo það sé ljóst þá er ENGINN hér að velta fyrir sér þessu máli. Nema kannski pólitíkusarnir. Þetta mál er svo löngu, löngu gleymt og grafið í vitund fólks og það kom ein, lítil og mjó frétt í helstu blöðum í dag en þannig að líklega hafi fæstir tekið eftir. Það eru jú einhver sveitarfélög sem fóru illa út úr viðskiptum við Íslendinga en meginþorra almennings gæti ekki verið meira sama. Það eina sem afgreiðslufólkið í búðum og kaffihúsum, leigubílstjórar og samstarfsfólk o.fl. vill vita um er fyrirbærið "Ijafjedddlajogudll" og hvernig það hafði áhrif á almenning.

En frá Icesave og yfir í kjúklinga og svín og meðferð þeirra. Ég veit að ég er alltaf að böggast yfir þessu máli en ég er svo sammála því sem kemur fram í þessari færslu. Ég hef sjálf hringt í kjúklingabú (því Jóhannesi finnst kjúklingur góður en borðar reyndar ekki svínakjöt) og það var ansi fátt um svör.

Ég er sérstaklega sammála því sem hún segir um að rómantíska hugmyndin sem fólk hefur varðandi lífrænan búskap á Íslandi sé að lognast út af. Enda er lítil rómantík yfir raunveruleikanum. Svín og kjúklingar eru framleidd, þau eru ekki ræktuð og umræðan er vonandi eitthvað að opnast núna, enda ekki vanþörf á. Ég þori að fullyrða að ekki einn kjúklingur (og ekki eitt svín) sem framleiddur er til slátrunar hefur ekki lifað í búri eða þjáðst illa. Nema kannski hænugrey á bóndabæ sem er sett í súpupottinn í lok ævinnar. Ég er ekki að tala um svoleiðis "eðlilegar aðstæður" enda var hænugreyið ekki ræktað til slátrunar fyrir almenning. Ég er að tala um verksmiðjuframleidd dýr sem eingöngu eru ætluð til þess að fóðra mannfólkið.

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It  

Ummæli

Hrundski
11. apr. 2011

Sammála. Hvað ætli við séum oft búnar að spjalla um þessi mál. Íslendingar eru langt langt á eftir. Veit um fólk sem hreinlega heldur að kjúlli sé lífrænn ef hann er borinn fram með fersku salati á heilsusamlegum veitingastað sveimér þá..... og því er sosem alveg sama hvernig hænan hefur haft það.... allir kátir ef hún er sem ódýrust í kjötborðinu :(

sigrun
11. apr. 2011

Mér varð svo hugsað til þín þegar ég var að lesa þetta......og já nákvæmlega....'lífrænt ræktaði kjúllinn' sem er talinn 'lífrænn' og 'free range' því hann er borinn fram sem 'hollur og góður' á salatbeði eða whatever. Við erum svo klúless við Íslendingar.