Ég.þoli.ekki.svona.....

Ég absolútelí þoli ekki þegar fólk stelur efni frá mér. Ég legg (og Jóhannes) SVO mikla vinnu í vefinn minn og í hann fara samanlagt þúsundir klukkustunda á ári hverju. Að ótöldum efniskostnaði, hráefniskostnaði og öðrum kostnaði. Að fólk GETI lagst svo lágt að stela uppskriftum OG textanum sem á undan fylgir (sem er oft persónulegur) og birt á vef sínum (sem er bæ ðe vei söluvefur) án þess að geta heimilda gerir mig svo brjálaða að ég verð eins og jarðarber í framan og svo svitna ég reiðisvita og mig langar að sprengja eitthvað í loft upp (ok hjálpar ekki að vera komin 8 mánuði á leið…svona upp á skapið að gera en ég myndi samt vera svona, þrátt fyrir núverandi ástand).

Mér barst í dag ábending frá dyggum notanda vefjarins (og ég kann henni innilegar þakkir fyrir) og hún benti mér á að á þessum tiltekna vef væri verið að nota uppskriftir frá mér. Þær eru birtar óbreyttar. Orðrétt. Ég hef sent nokkur “vel valin” orð á umsjónaraðila eldamennsku.is (ég ætla ekki einu sinni að tengja í þennan vef, ég geri þeim það ekki til geðs að vísa umferð af mínum vef yfir á þeirra) og ég ætla rétt að vona að þeir fjarlægi uppskriftirnar mínar hið fyrsta (ég mun athuga). Ekki aðeins eru þeir að brjóta höfundarrétt heldur eru þeir líka að nota uppskriftirnar mínar eins og ég leggi vörunni gott orð í munn. Ég hef aldrei notað vöruna, hef ekki áhuga á að nota hana og enn minni áhuga á styðja við hana með því að leyfa birtingu á efni frá mér. Sérstaklega eftir þessa framkomu.

Sveiattan og oj bara.

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It  

Ummæli

Hrönna
03. apr. 2011

Ótrúlegt hvað fólk getur lagst lágt! Vona að þeir fjarlægi sem fyrst, leiðinlegt fyrir þig að lenda í svona.

Sandra S.
03. apr. 2011

Þvílík lágkúra...!
Baráttukveðjur frá dyggum cafésigrún-aðdáanda

Gróa
04. apr. 2011

Þetta er óþolandi lágkúra Sigrún!
Er ekki hægt að kæra þetta hreinlega... Það hljóta að gilda um þetta höfundaréttarlög eins og um annað ritað mál...?

Ótrúleg fjandsamleg framferði :( Hafið þið athugað lagaleg réttindi ykkar í þessu?

sigrun
05. apr. 2011

Æi þetta er meira bara pirrandi og dónalegt. Ég er ekki sú eina sem lenti í þeim heldur og þau báru fyrir sig að allar uppskriftir á Internetinu væru til afnota fyrir alla....Þau hefðu ekki vitað að 'mætti ekki' taka uppskriftir annarra....dálítið stupid.

Hólmfríður Gestsdóttir
06. apr. 2011

Dálítið? Aðeins meira en það myndi ég segja. Auðvitað vita allir hvað höfundarréttur er, það bara hentar betur að fara ekki eftir reglunum og auðveldara að þykjast "pínulítið" bláeygður.

sighra
06. apr. 2011

hmm ég ætla að nota þessa afsökun ef þeir uppi í háskóla agnúast út í ritstuldur af netinu í næstu ritgerðum.. :) Takk fyrir frábæran vef, kv. Sigrún

Stína
07. apr. 2011

Þetta er hrein ósvífni! Kærar þakkir fyrir vefinn þinn Sigrún, hann er ómetanlegur fyrir fólk eins og mig sem er að reyna að gera eitthvað betra fyrir sjálft sig og fjölskylduna. Þú sparar okkur miklar tilraunir, þó maður breyti stundum uppskriftunum þínum(til að aðlaga að heimilinu), þá er maður með góðan grunn svo það er ekkert vesen. Enn og aftur TAKK FYRIR góðan og aðgengilegan vef. Kveðja Stína