Ferðasagan (og myndir) komin á vefinn
Fyrir þá sem hafa áhuga á að lesa um ferðalög um framandi slóðir þá er Borgar (bróðir) búinn að birta ferðasöguna frá Rwenzori í Uganda ásamt myndum. Skoða má hvoru tveggja á vef Afríku Ævintýraferða. Jóhannes tók allar myndirnar (nema auðvitað af sjálfum sér á toppnum).
Tilgangur ferðarinnar var m.a. að kanna nýjar og spennandi slóðir fyrir væntanlegar ferðir. Þeir voru allir sammála um það ferðalangarnir að þetta væri staður sem vert væri að kanna í framtíðinni.
Ummæli
26. mar. 2011
Geggjaðar myndir og vá - umhverfið er stórfenglegt!!! En af hverju ganga þeir upp í gúmmístígvélum????
26. mar. 2011
Þeir voru mest allan tímann í stigvélum því bleytan er víðs vegar svo mikil, mikið um mýrlendi og drullupytti. Það rignir mikið á þessum slóðum. Þeir voru allir glaðir að vera í bomsum :)
29. mar. 2011
Þvílíkt landslag. Þetta langar mig til að sjá einhverndaginn. Greinilega mjög krefjandi en dásamleg ferð.