Ný uppskrift: Kókoskúlur
Ég er búin að fá ótalmargar fyrirspurnir í gegnum árin varðandi uppskrift að kókoskúlum. Ég hef haft eina sem ég hef verið að leika mér með í gegnum tíðina og hef ekki birt hana fyrr en núna. Þetta er ekki kókoskúlur eins og maður fær í bakaríum (veit ekki hvernig þær bragðast en þær eru örugglega ekki eins og þessar) og ég hef þær litlar í staðinn fyrir stórar. Þær eru akkúrat einn biti með kaffibollanum.
Ummæli
20. mar. 2011
ég myndi borða allan skammtinn með kaffibollanum ;-)
21. mar. 2011
sæl sigrún ,
mig langaði til að þakka þér enn og aftur fyrir þessa fallegu vefsíðu - og alla þessa vinnu sem þú leggur í þetta. Mér finnst þetta svo einstaklega falleg og þægileg síða og vel upp sett allt saman hjá þér . Litirnir , textarnir , myndirnar - svo ferlega flott allt saman - að ógleymdum uppskriftunum . ég fæ samt alltaf smá samviskubit - mér finnst ekki nærri nógu dugleg að elda yfirhöfuð - ég er einhvern veginn alltaf að vona að andinn komi sterkar yfir mig ...
Ég er konan sem skrifaði þér einu sinni frá Malasíu - en er nú flutt aftur til íslands eftir 21 ár ..
Nú er ég komin í snjóinn og rokið -
Gangi þér og ykkur sem allra best ,
Gunnhildur
22. mar. 2011
Sæl Gunnhildur og takk fyrir klappið á bakið, það er reglulega notalegt að fá svona góða hvatningu:) Ég sendi þér hvatningu á móti og svolítið af 'heilsu-anda' :) Vonandi kemur hann yfir þig :)
Gangi þér einnig sem best, þrátt fyrir snjó og rok!
Kv.
Sigrún
10. jún. 2011
Þessar litlu kúlur eru ávanabindandi.Ofboðslega góðar og sjálfstjórnin er engin þegar ég veit af þeim í ísskápnum.
11. jún. 2011
Hí hí þú þarft að fá þér "kókoskúluskammtara" :)