Ný uppskrift: Rauðrófusalat - tvær útgáfur (sæt og krydduð)

Rauðrófusalat, litríkt og hollt

Ég var að setja inn nýja uppskrift á vefinn. Mér fannst tilvalið að setja uppskrift að rauðrófusalati inn svona rétt fyrir jólin enda eru margir sem bera fram þetta sígilda meðlæti með jólamatnum (og þá yfirleitt í óhollari útgáfu). Reyndar er um að ræða tvær útgáfur af salatinu, önnur er krydduð og hin er sæt. Mér finnst nefnilega rauðrófusalöt sem eru sæt, ekki passa með öllum mat og eins finnst mér kryddað rauðrófusalat ekki passa með öllum mat. Mér finnst alveg fara eftir tilefninu og aðalréttinum sem og öðru meðlæti hvort salatið passar með. Uppskriftin sjálf er einföld og hana má gera með smá fyrirvara (t.d. 1-2 dögum áður en maður ætlar að framreiða meðlætið). Salatið er ákaflega fallegt á litinn (sérstaklega ef það fær að standa yfir nótt) og auðvitað súper hollt því rauðrófur eru pakkfullar af andoxunarefnum. Það er einnig nánast fitulaust (þ.e. ef maður notar fitulitla jógúrt).

Athugið að salatið er ekki eins og salat með niðursoðnum rauðrófum (mér líkar ekki svo vel við edikbragð) en segja má að þetta salat sé ferskara og auðvitað hollara (enda er niðursoðnum mat á Íslandi yfirleitt drekkt í sykri).

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It