Ný uppskrift: Ískonfekt

Ískonfekt

Ég var að setja inn nýja uppskrift á vefinn, uppskrift að ískonfekti.

Ég er ferlega skotin í henni því mér finnst svo gaman að borða bæði ís og konfekt í einu. Það er líka gaman að gefa gestum svona konfekt og segja þeim ekki að það sé ís inn í. Það má ekki standa lengi á borðinu auðvitað svo að ísinn bráðni ekki en ef þið bjóðið þeim beint úr frystinum er ekki sjaldan sem kemur skrýtinn svipur á gestina en svo lofa ég brosi og ánægjusmjatti.

Ísuppskriftin sjálf er mjólkurlaus og eggjalaus sem og vegan (fyrir jurtaætur) en svo fer eftir því hvernig súkkulaði þið kaupið hvort það innihaldi mjólk. Það má nota hvítt súkkulaði eða carob ef þið viljið frekar.

P.s. takk fyrir allt hrósið varðandi nýja vefinn, mér þótti reglulega vænt um það

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It  

Ummæli

Anna Sigríður Pétursdóttir
22. nóv. 2010

Til hamingju. Hlakka til að kynnast síðunni. Les síðuna í hverri viku og hef gert s.l. ár.TAkk Anna Sigga

sigrun
23. nóv. 2010

Takk fyrir Anna Sigga :)

Lísa Hjalt
23. nóv. 2010

Get ekki hætt að horfa á þetta ískonfekt.

Hvernig er það eiginlega, hvenær ætlar Jóhannes að bæta við þeim fítus á vefinn að hægt sé að fá matinn beint á diskinn með því smella á hnapp?!!

sigrun
23. nóv. 2010

Það verður einmitt nýjung í 'útgáfu 23' :)