Öfundssýkin uppmáluð

Það er ekki gott að vera öfundssjúkur…sérstaklega ekki út í eiginmanninn. Og það er langt síðan ég varð svona brjálæðislega öfundssjúk. Þannig að ég verði alveg græn í framan. Við erum sem sé að fara til Íslands eftir nokkrar vikur. Bara í heimsókn. Jóhannes þarf aftur á móti að skreppa, frá Íslandi, til California í nokkra daga á meðan við erum í fríi heima. Hann er að fara á ráðstefnu vegna vinnunnar (í Disney) sem haldin verður í Disneyland garðinum (upprunalegi garðurinn). Hann verður á ráðstefnu með Mikka mús og félögum og gistir sem sagt inni í garðinum. Ok ég get alveg ráðið við það…þó það sé bráðgaman að fara til Disneyland þá er það ekki eitthvað sem ég dey yfir að missa af. Við erum með silfurpassa (ég líka) inn í garðinn sem þýðir að ég get tekið vini með, ókeypis, svo við getum farið hvenær sem er (og í hvaða Disneygarð sem er í heiminum).

Öfundsýkin stafar af öðrum grunni….matarlegum. Jóhannes verður í California og ætlar að fara á ALLA þá RAW (hráfæðis-) staði sem eru í boði. Þeir eru ekki fáir, og hvergi í heiminu er jafn mikið úrval af svona stöðum eins og þarna. Þeir eru hver öðrum girnilegri og ég gæti farið að grenja yfir því að missa af kræsingunum. Það er eins gott að hann leigi kælifrakt heim sem er með sýnishorni af öllum matnum. Það er of dýrt fyrir mig að fljúga með (við skoðuðum það) og ekki gaman fyrir Afkvæmið að vera í margra klukkutíma flugi fyrir þennan tímamismun og fyrir einungis 5 daga. Ef hún væri aðeins eldri væri það ekki spurning (hversu kúl væri ekki að hitta Mikka og Andrés í vinnunni hjá pabba?). En hún er of vitlaus enn þá. Þegar hún hættir að borða sand og eða hættir að festa sig inni í uppþvottavélinni má kannski skoða það.

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It  

Ummæli

Lisa Hjalt
25. sep. 2010

OK, it's official, ÉG ÞOLI EKKI JÓHANNES!

Elva
26. sep. 2010

En Sigrún mín, þú færð að vera með mér á meðan og það er bara hátíð út af fyrir sig :-)

Sigrún
26. sep. 2010

Satt segirðu Elva mín...ég var næstum því búin að afskrifa þig vegna lærdóms :) En það er þó aldeilis bót í máli að ég geti hitt þig, heldur betur!!!! Hlökkum mikið til!

Sigrún
26. sep. 2010

Lísa svo sammála grrrrrrrrrrrrrrrr

Lisa Hjalt
27. sep. 2010

Sigrún, með þessari ferð hans þarna vestur þá núllast út ALLAR smákökuskuldir og slíkt vegna vefforritunar! Segðu honum það frá mér!

Melkorka
27. sep. 2010

Skil þig.

Jóhannes
27. sep. 2010

Haha, ég er viss um að það yrði dæmt ólöglegt að binda höfuðstólinn við utanlandsferðir, sérstaklega þar sem það er ekki ég sem er að plana þetta, ég er náttúrulega bara fórnarlamb aðstæðna hér sko ;)