Kaffihúsafrumskógur

Joe and the juice kaffihúsið í London
Við erum beinlínis að drukkna í frábærum kaffihúsum. Það er svo sem ekki ástæða til að kvarta yfir því og erum við dugleg (einum of) við að sækja staðina. Jóhannes er sérstaklega glaður yfir þessari þróun því hann hatar Starbucks (kaffið þeirra) en af því mér finnst þunnt (koffeinlaust) kaffi gott, þá elska ég Starbucks. Mig langaði bara að benda ykkur á þessa staði, svona ef þið eigið leið um London og viljið gott kaffi á skemmtilegum kaffihúsum. Þetta eru staðir sem fáir túristar vita um og eru meira svona hverfisstaðir, sérstaklega þrír þeirra. Þarna sér maður alls kyns fólk og oftar en ekki er glatt á hjalla. Síðast þegar við fórum á Joe & The Juice heyrðu afgreiðslumennirnir ekki í okkur því dansinn dunaði svo mikið, á bak við afgreiðsluborðið. Svo máluðu þeir hvít strik í andlitið og héldu áfram að dansa. Þar eru allir hressir, alltaf. Hinir staðirnir eru meira svona rólyndisstaðir. Þeir eiga allir sameiginlegt að vera með gott espresso og góðan latte. Þegar ég segi gott espresso þá er ég að meina "Jóhannes-sem-er-kaffidómari-og-hrikalega-sérvitur-á-espresso-segir-að-það-sé-afbragð" gott. Þá er mikið sagt. Allir staðirnir eru nálægt Oxford Street en samt það vel faldir að maður sér aldrei nokkurn tímann túrista (nema á Joe & The Juice).
  • Kaffeine: Er á næsta götuhorni og er lítið en voðalega sætt kaffihús. Gott kaffi og góður matur. Enginn íburður og manni líður svolítið eins og maður sé í kaffi hjá vinafólki. Maður sér aldrei nokkurn tímann túrista.
  • Lantana: Svo vinsæll að það er alltaf biðröð út á götu (eftir sæti á kaffihúsi). Við förum yfirleitt snemma laugardags- eða sunnudagsmorgna og fáum okkur kaffibolla utandyra. Reglulega gott kaffi. Hér kemur ekki nokkur túristi heldur enda er staðurinn ekki í fjölfarinni götu heldur falinn í pínulítilli hliðargötu.
  • Joe & The Juice: Afar svalur staður og einn sá flottasti í London. Myndin hér að ofan er þaðan (af efri hæðinni). Þetta er reyndar dönsk keðja en það er akkúrat ekkert sem minnir á Danmörku þarna inni (nema stundum heyrir maður dönsku á meðan gestanna). Þeir eru með rosa góða djúsa (útbúna á staðnum) og gott kaffi. Er á einni fjölförnustu götu London svo oft eru túristar á ferð.
  • Packed and Tapped (No. 26): Æðislegt kaffihús, gott kaffi og frábær matur. Maður slefar yfir hádegismatnum þeirra og það er mjög gott verð á öllu. Heimilislegur staður og ekki í alfaraleið. Hér koma aðeins þeir sem búa í nágrenninu því það er ekkert annað þarna opið á þessum tíma.
Það eru örugglega fleiri kaffihús sem ég er að gleyma en þessi 4 eru í uppáhaldi þessa stundina.
Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It  

Ummæli

Lisa Hjalt
26. ágú. 2010

ég er á leiðinni

á leið

alltaf á leiðinni

á leið

til þess að segja þér

hve heitt mig-langar-með-þér-á-þessi-kaffihús

;-)

CafeSigrun.com
27. ágú. 2010

Já já já!!!!!!!!!!!