Kaffipöntunin

Ég fór á Starbucks um daginn. Ekki í frásögur færandi, fer þangað oft því það eru jú nokkrir hér í hverfinu. Venjulega er pöntunin mín: “Tall, decaf soja latte, with sugarfree vanilla please“. Pöntunin myndi útleggjast á íslensku nokkurn veginn svona: “einfaldur, koffeinlaus, soja latte, með sykurlausri vanillu“. Jóhannes svitnar úr skömm í hvert skipti sem hann pantar fyrir mig kaffi á Íslandi því hann er jú kaffidómari og að þurfa að panta KOFFEINLAUSAN OOOOOGGGGGG EINFALDAN (það þýðir þunnur, koffeinlaus!!!!!), latte með SOJAmjólk er fyrir neðan hans kaffivirðingu…svona eins og það er fyrir bílasala eðalvagna að keyra um á ryðguðum Trabant. Ok ég viðurkenni að drykkurinn er meiri mjólkurdrykkur en kaffidrykkur. Ég hætti nefnilega að geta drukkið koffein fyrir einhverjum árum síðan...Ég skildi aldrei hvers vegna ég þurfti að hlaupa eins og blettatígur um hálfa Kringluna eftir kaffibollann minn sem þá var venjulegur latte og það tvöfaldur í þokkabót. Ég skildi heldur ekki hvers vegna hjartslátturinn var svona ör, ég átti erfitt með að sofna og var alltaf að hrynja í blóðsykrinum. Það tók nokkur ár að leggja saman tvo og tvo. Ég myndi drekka koffein ef ég gæti það en það er bara ekki fræðilegur séns.

En hvað um það. Ég var MJÖG annars hugar þennan dag…með hugann við vinnuna því ég var að skila af mér verkefni, og  við væntanlega gesti sem voru á leiðinni frá Íslandi. Einnig var ég með hugann við litla afkvæmið sem var á góðri leið með að naga sig í gegnum oststykki, í plastinu (hún fær alltaf að halda á einhverju á leiðinni heim úr búðinni og osturinn fékk að finna fyrir þessum tveimur tanntítlum sem hún er með). Ég gekk að afgreiðsluborðinu….var að lesa sms í leiðinni og sagði við stúlkuna: Góðan dag…..ég ætla að fá glúteinlausan, sojalatte með sykurlausri vanillu og hafa hann einfaldan, takk. Stúlkan starði á mig….öööö við erum ekki með glúteinlaust kaffi?.....Ég var auðvitað mjög hissa….jú víst? öööööö nei…. Hmmmm ok það er sem sagt búið hjá ykkur (og í léttum pirruð-en vil samt vera kammó og ekki leiðinleg-tón….. VÁ Það hefur aldrei komið fyrir áður!)….ööööööö það hefur aldrei verið til? Ha…aldrei? Og á sama augnabliki rak ég augun í ‘DECAF’ á flókna kaffimatseðli Starbucks (sem er eins og upplýsingaskilti fyrir lestarstöð og ekki fyrir fólk með valkvíða) fyrir ofan afgreiðsluborðið. Ég meinti Decaf auðvitað…. og stúlkan glotti.

Mér til varnar var ég (um leið og ég bjargaði ostinum) að hugsa um kaffið mitt sem ég drekk á hverjum degi. Sem er eiginlega ekki kaffi (ég má eiginlega ekki kalla þennan heita, brúna drykk, kaffi). Drykkurinn er eins og ég hef áður sagt frá, búinn til úr fíkjum, hveiti, byggi og einhverju fleira (Bambu kaffi)….og inniheldur því glútein. Bróðir minn kallar drykkinn sokkasafa því honum finnst hann svo ógó. Hann segir að drykkurinn sé búinn til úr safa af sveittum fótum sem hafa verið í sokkunum of lengi og eru orðnir blautir. Svo eru sokkarnir undnir, safinn er þurrkaður og settur í krukkur og kallaður Bambu. Mér finnst drykkurinn aftur á móti mjög góður því ég þoli nánast ekkert koffein (fjórir sopar í hádeginu geta haldið mér vakandi að kvöldi). En þið sjáið að ég var ekki alveg snargalin þegar ég var að biðja um glúteinlaust kaffi..bara utan við mig.

P.s. þetta var fyrsta bloggið á nýju tölvuna mína húrra!!!!!!!!

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It  

Ummæli

Lisa Hjalt
06. jún. 2010

Ásmundur er sammála bróður þínum með sokkakaffið! Snilldarlýsing.

Ég ætla að prufa að panta mér glútenlausan latte næst bara til að sjá viðbrögðin.

smari
08. jún. 2010

Sokkakaffið nær að kalla fram minningar úr hestaferðum forðum daga( þar var drjúgt af sokkasafa eftir 10-15 tíma í þröngum reiðstigvélum), en lýsingin er frá öðrum bróður. .

Sigrún
08. jún. 2010

Guð minn góður Smári.... nú get ég ekki drukkið kaffið mitt í marga daga...ég finn bara táfýlu hahahahahahaha...... Reiðstigvélasokkasafakaffi....prófa að biðja um það næst ;)