Ekki búin að gleyma ykkur

Ég veit.....ekki búin að blogga neitt alveg heillengi....það er búið að vera algjörlega brjálað að gera á öllum vígstöðvum. Hef ekki haft tíma til að anda einu  sinni, hvað þá tvisvar. Við erum að vooooooona að við komumst án mikilla óþæginda til London á laugardaginn. Ég vildi óska þess að ég tryði á eitthvað almætti því þá myndi ég biðja um smá pásu í goslátum.

Við löbbuðum fram hjá Heilsuhúsinu á Laugaveginum í gær. Mig vantaði eitthvað smálegt og hugsaði með mér á ég að kaupa það sem mig vantar? Ég áttaði mig fljótt.......á laugardaginn get ég verslað í stærstu heilsubúð Evrópu (sem er líka stærsta matvöruverslun Evrópu...svo stór er hún)..... Hún ætti að duga ha ha.

Ég á eftir að setja inn myndir úr ferðinni, ætla að velja nokkrar úr til að birta hér.  Svo þegar ég er komin út og búin að koma mér fyrir mun ég elda nokkrar afrískar uppskriftir sem bíða mín sem og aðrar sem ég er búin að safna í sarpinn en ekki búin að útbúa...nokkrar mjög spennandi (að mínu mati).....

En allavega, bara að láta vita að ég er á lífi.

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It  

Ummæli

Eygló frænka
28. apr. 2010

Gangi ykkur vel Sigrún mín, mér fannst alveg grautfúlt að komast ekki í ferminguna hans Mána, ég hefði verið svooo til í að sjá aðeins framan í ykkur öll! Svona er þetta, maður er alltaf á leiðinni í heimsókn en svo hleypur tíminn frá manni áður en maður veit af..

Ég vona allavega að allt gangi vel og hafið það alveg súpergott þarna í London!

KV Eygló

CafeSigrun.com
28. apr. 2010

Takk Eygló mín....við vorum einmitt að vona að við sæum þig í fermingunni....við sjáum þig ef til vill í London??????

Eygló frænka
29. apr. 2010

Það er sko aldrei að vita! Ég ætla þokkalega að snapa gistingu ef ég læt mér detta í hug að skreppa........

Jóhanna S. Hannesdóttir
01. maí. 2010

Gangi ykkur vel og góða ferð út. Krossa putta fyrir ykkur á morgun :-)