Uppskriftaannáll 2009
Ég hef alltaf ætlað að gera svona best of samantekt, á ári hverju, samantekt yfir þær uppskriftir sem standa upp úr. Ég gleymi því yfirleitt alltaf eða er upptekin og hef ekki tíma. Ég ákvað að gera það núna og ætla svo að reyna að halda í hefðina.
Ég birti tæpar 50 uppskriftir á síðasta ári. Brot af því besta er auðvitað smekksatriði. Þetta eru allavega þær uppskriftir sem ég var hvað ánægðust með og ég hef allavega ekki fengið bágt fyrir. Ef ég ætti að velja eina uppskrift (uppskrift ársins) þá yrði það að vera Súkkulaðibitakökurnar hennar Lísu Hjalt…en af því það er ekki mín uppskrift þá verð ég að velja aðra uppskrift….Ég hugsa að það myndi vera Hjónabandssælan. Það er gott dæmi um uppskrift sem er í eðli sínu frekar óholl en má með góðu móti gera hollari án þess að það komi niður á bragðgæðum eða áferð.
Hér eru aðeins 16 uppskriftir svo þið sjáið hversu mikið þetta er yfir árið…(ég er aðeins að klappa mér á bakið hérna…það gera það ekki svo margir aðrir he he…ef örfáir (uppáhalds)notendur eru undanskildir. Það er magnað sérstaklega í ljósi þess að um 600-900 manns nota vefinn daglega!!!). Svo ég setji þetta í samhengi þá tekur hver uppskrift um hálfan dag í undirbúningi og framkvæmd (yfirleitt prófa ég hverja uppskrift tvisvar til þrisvar), myndatöku, eftirvinnslu og þá á ég eftir að setja uppskriftina á vefinn, senda út á póstlista, Facebook o.s.frv. Þið getið ímyndað ykkur hráefniskaupin sem fara í tilraunir…ég þori ekki að reikna upphæðir…ég myndi líklega loka vefnum með það sama! Ég vil nota tækifærið og þakka fyrir gott CafeSigrun ár og þakka ykkur sem skilduð eftir komment eða hrós...mér þykir reglulega vænt um að fá slíkt. Árið 2010 verður mjög spennandi en nýr vefur mun þá líta dagsins ljós (ef ég er dugleg að baka ofan í Jóhannes sem forritar eins og vindurinn).
Ummæli
02. jan. 2010
Fyrir þa sem ekki eiga matvinsluvél, þa hef é bara sett hneturnar í plastpoka og lamið þær í sundur með buffhamri og þetta hefur tekist mjög vel enda er sælan fin hefur endst mer vel. kv. m.
02. jan. 2010
*roðn* Sigrún mín, þú átt SVO mikið í þessari uppskrift að súkkulaðibitakökunum mínum enda ertu 'my muse' í eldhúsinu og endalaus innblástur.
Ríkið ætti að hafa þig á launum fyrir vel unnin störf í heilsueflingu landans.
Það er annars frábært að fá svona 'brot af því besta' - minnir mann á allt sem maður á eftir að gera (úff, sá listi er alltaf að lengjast!).
02. jan. 2010
gleymdi einu, hjónabandssælan er hrikalega góð og orkuhnullungarnir eru í uppáhaldsflokknum mínum, búin að gera þá oft við mikinn fögnuð heimilisfólks
03. jan. 2010
Gleðilegt nýtt sælkeraár og takk fyrir það gamla! Megirðu gera sem flestar tilraunir í eldhúsinu á nýju ári sem vinir og aðdáendur mega njóta góðs af! Þess óska ég og mitt fólk í það minnsta :-) Þúsund þakkir fyrir allt saman!
03. jan. 2010
Takk Elva og Lísa...alltaf hægt að stóla á ykkur :)
03. jan. 2010
Gleðilegt ár - takk kærlega fyrir allar yndislegu uppskriftirnar og heilsuráðin á s.l. ári. Vonandi tekst þér að halda áfram að framleiða uppskriftir sem kæta og bæta okkur hin...
Kveðja, Áslaug Þ.
04. jan. 2010
Þessi síða er algjört met hjá þér og ég get ekki ímyndað mér tímann á bak við þetta allt. Mjög gaman að skoða uppskriftirnar og prófa, er hrifnust af því sem er gott í nestið og millibitann :-) Takk fyrir mig, kveðja Sigrún G.
04. jan. 2010
Gleðilegt ár og takk fyrir allar frábæru uppskriftirnar á liðnu ári:) Frábært að fá svona samantekt:)
05. jan. 2010
gleðilegt ár Sigrún og takk fyrir mig, ég nota vefinn þinn mikið og þakka fyrir alla vinnuna sem liggur að baki þessum góðu uppskriftum. Gaman að fá svona brot af því besta á nýju ári!
06. jan. 2010
takk fyrir snilldar uppskriftir. Ég bjó í london á sínum tíma svo ég hef ávallt jafn gaman af þínum sögum af london (með söknuð í hjarta að sjálfsögðu!).
Ég er sammála því að fólk kvitti ekki fyrir sig, hvað þá þakki fyrir snilldina sem vefurinn hefur upp á að bjóða :-)
07. jan. 2010
Gleðilegt ár og takk fyrir allan innblásturinn á síðasta ári. Ég verð að taka undir vartandi hjónabandssæluna - hún er snilld. Ég gladdist mikið þegar ég fann frosinn rabbabara í kjörbúð hér í Stokkhólmi í gær, nú verður sko skellt í hana við hin ýmsu tækifæri, jafnvel þó svo það sé vetur.
Ég vona svo sannarlega að þú haldir áfram að galdra fram nýjar snilldar uppskriftir fyrir okkur öll. Takk fyrir mig :-)
07. jan. 2010
Sæl Sigrún, gleðilegt ár og til hamingju með erfingjann :)
ég vil þakka þér INNILEGA fyrir frábæran vef og óeigingjarna vinnu á bak við þetta allt saman.. takk til Jóhannesar, tölvugúrus í leiðinni :) Ég dauðskammast mín fyrir að hafa ekki þakkað þér í langan tíma... "roðn" var mikið duglegri hér í denn enda búin að vera einlægur aðdáandi og notandi frá upphafi...
hafðu það sem allra best!
kveðja
Ásta
07. jan. 2010
Takk fyrir klappið á bakið allir :)
09. jan. 2010
Kæra Sigrún - um leið og ég óska þér og fjölskyldunni gleðilegs árs 2010 (í Rvk/London) langar mig að þakka þér fyrir frábæran vef sem ég þreytist ekki á að róma og mæla með við svo ótal marga.
Hvílík hugmyndaauðgi og kraftur sem er í þér, íslenska valkyrja, og leyfa okkur hinum að njóta.
Kærar kveðjur frá miðaldra matreiðslukonu (já, bara nokkuð góðum...!) í Svíaríki.
09. jan. 2010
Kæra Sigrún - um leið og ég óska þér og fjölskyldunni gleðilegs árs 2010 (í Rvk/London) langar mig að þakka þér fyrir frábæran vef sem ég þreytist ekki á að róma og mæla með við svo ótal marga.
Hvílík hugmyndaauðgi og kraftur sem er í þér, íslenska valkyrja, og leyfa okkur hinum að njóta.
Kærar kveðjur frá miðaldra matreiðslukonu (já, bara nokkuð góðri...!) í Svíaríki.
20. jan. 2010
Verð að fá að klappa þér á bakið líka Sigrún mín. Þessi síða er auðvitað bara snilld. Ég er líka dugleg að benda fólki sem vill breyta um lífstíl á hana og nota hana auðvitað óspart sjálf og hef gert í mörg herrans ár.
Takk fyrir alla vinnuna sem þú leggur á þig fyrir okkur hin sem njótum vel.
Hollustukveðja.
21. jan. 2010
Klapp klap klapp :-) Frábær síða í alla staði, hversu oft ætli ég sé búin að benda á hana ... hmmm, og ALLTAF fæ ég annað hvort: já hún er frábær, strax, eða stuttu síðar þegar viðkomandi er búinn að kíkja !!
Keep up the good work - svo er bara að hringja ef við eigum að smakka !!
23. jan. 2010
Gleðilegt nýtt ár og þúsund þakkir fyrir þessa dásamlegu síðu! Hef prófað nokkrar kökutegundir og orkubita, allt mjööööög gott! Gerði klettasalatið m/rauðrófunum og hafði með hamborgarhryggnum á aðfangadag, vakti mikla lukku :)