Með rakettu í rassinum

Í desember var eins og ég væri með rakettu í rassinum. Ég var að vinna eins og brjálæðingur fyrir fyrirtækið í London, vann nokkur smáverkefni fyrir fyrirtækið sem ég vinn hjá hér á Íslandi, undirbjó jólin (mat, smákökur o.fl.), undirbjó 75 manna Þorláksmessuboð (með 12 tegundir af smákökum og konfekti, kökum, 800 sushibitum, jólaglöggi, heitu súkkulaði o.fl., o.fl.,…)… keypti jólagjafir, pakkaði inn jólagjöfum og já svo er ein 3.5 mánaða að dandalast svona með ha ha…..Ég hefði reyndar aldrei klárað neitt af þessu nema með hjálp Jóhannesar. Það er augljóst. Það er þó gott að vera upptekin…það er ekkert leiðinlegra en að hangsa og hafa ekkert fyrir stafni….Ég held að ég hafi síðast upplifað svona “hvað á ég að hafa fyrir stafni í dag“ fyrir einhverjum tíu árum síðan…Yfirleitt er hver dagur hjá mér pakkaður til hins ítrasta og ég kem nú ansi miklu í verk…sem er gott. Flest af því er fyrir framan tölvuna. Nú síðast er það nýr vefur CafeSigrun sem mun líta dagsins ljós einhvern tímann (veit ekki alveg hvenær…forritarinn (Jóhannes) er reyndar extra duglegur í smákökuvertíðinni))…Þetta er auðvitað gríðarleg, gríðarleg vinna og ég veit eiginlega ekki hvers vegna maður er svona ruglaður…ekki eins og ég sé á launum við þetta (fæ ekki einu sinni smákökur í laun). Hönnunin er nokkuð langt komin en þá er vefun eftir (að forrita)…þetta er eiginlega brjálæði..óðs manns æði eins og maður segir.

Annars vildi ég óska þess að ég væri í Japan þessi áramótin eins og 2006-2007…það eru bestu áramót sem við höfum upplifað….ekki ein einasta sprengja og enginn flugeldur…heldur dauðaþögn…og dásamlegt sushi…endalaust af því. Á gamlárskvöld fórum við upp á þak hótelsins sem við vorum á og ætluðum að athuga hvort við sæjum eitthvað. Við bjuggumst kannski við flugeldasýningu en það var einn flugeldur í hundrað kílómetra fjarlægð eða álíka…dásamlegt. Það er fátt sem ég hata heitar og innilegar en flugeldasprengingar. Ég sé rautt þegar fólk byrjar að dúndra þessu upp. Ég reyndar þoli vel flugeldasýningar því þær standa yfir í x langan tíma og svo er það búið. Ég skil líka VEL að fólk vilji styðja starfsemi hjálparsveita. Ég skil VEL að hjálparsveitir vilji og þurfi peninga en ég skil EKKI flugelda og ég ÞOLI EKKI mengunina og hávaðann sem af þessu hlýst. En af því maður á aldrei að rífast án þess að koma með hugmyndir í staðinn þá eru hér nokkrar:

  • Að ríkið styðji við bakið á björgunarsveitum…frekar en að styðja t.d. allar þessar kirkjur..það hlýtur að vera hægt að sameina einhverjar?
  • Að flugelda megi bara sprengja af björgunarsveitum.
  • Að aðeins megi sprengja flugelda í einn dag (en ekki heila viku).
  • Að þyngri refsingu megi beita á þá sem sprengja flugelda í miðju íbúðarhverfi, um miðja nótt.
  • Að þeir sem þarf að bjarga, greiði í sjóð… eða einhvers konar björgunarskatt.
  • Að þeir sem sem fara á fjöll t.d. á rjúpu, greiði eins konar tryggingu…bara alveg eins og að greiða tryggingu gegn t.d. húsbruna. Ef þú týnist ekki þá fine….þú borgaðir eitthvað smotterí í tryggingu en ef þú týnist er hægt að grafa í vasa björgunarsveitanna.
  • Að þeir sem eiga ekki sjónvarp og eru SAMT látnir greiða nefskatt til ríkisins (svona eins og við...fokking fokk)…megi frekar styðja eitthvað annað…t.d. Háskólann eða björgunarsveitir.
  • Að allir landsmenn borgi einhverja smá upphæð í skatt (nóg er nú af asnalegum sköttum, má alveg bæta einum við) á hverju ári og það dreifist jafnt á alla, ekki bara á þá sem t.d. búa á snjóflóðahættusvæði…við getum jú öll þurft á björgunarsveitarmönnum að halda.
  • Að fólk sé hvatt til þess að leggja frekar inn á reikning björgunarsveita heldur en að skjóta upp rakettum og menga umhverfið af hávaða, reyk og drasli….grrrrrrr

Þið verðið að afsaka..ég verð alltaf svo brjálæðislega pirruð á þessum árstíma. Ég kvíði áramótunum (vegna hávaðans) og ég er yfirleitt dauðstressuð eins og t.d. hrossin eru…ég ætla að hafa ljósin kveikt, tónlist í gangi og reyna að dreifa huganum…gott ef ég tygg ekki bara hey líka eins og hrossin til að róa mig. Undanfarin ár höfum við stungið af og verið í kofa sem tengdó á í sveitinni....það hefur verið dásamlegt. Við viljum bara ekki fara með litla skrípið í svona langan bíltúr þar sem er allra veðra von og liggja í köldu rýminu (þó að hlýni reyndar fljótt og verði kósí). Það er BARA notalegt að vera þar og við höfum yfirleitt verið sofnuð á miðnætti (er ekki svo góð með að vaka langt fram eftir)….Það er þó mjög freistandi að pakka skrípinu bara þeim mun betur inn…Þetta eru þó örugglega síðustu áramótin sem við verðum hérna á Íslandi í bili því ég tel líklegt að við verðum búin að flýja landsteinana áður en ósköpin dynja yfir ár hvert (ef við verðum hér á Íslandi yfir jólin ár hvert það er að segja...sem er nú reyndar stefnan í grófum dráttum).

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It  

Ummæli

Lisa Hjalt
29. des. 2009

Nú bloggaðirðu um nákvæmlega það sama og ég var að hugsa hér áðan.

Ég var í sakleysi mínu að vaska upp með opinn glugga þegar ég heyrði í flugelda í fjarska og blótaði í hljóði. Svo liðu nokkrar sekúndur og þá hélt ég að ég fengi hjartaáfall. Þá var einhver hér handan götunnar að sprengja þessa líka bombu. Það sem mér brá, ég hélt í eitt augnablik að ég væri stödd í Baghdad.

Ég fór þá að hugsa um viðurlög við svona fyrir-áramót-sprengjum og niðurstaðan var sú að það ætti að höggva aðra höndina af fólki!

Arg, ég þoli ekki þetta lið sem er að sprengja alla vikuna fyrir áramótin. ÓÞOLANDI með risastóru Ó-i.

CafeSigrun.com
29. des. 2009

Líst vel á þín viðurlög Lísa :)