Jólauppskriftirnar komnar inn!!!

Uppáhaldstími Jóhannesar er genginn í garð. Ekki vegna þess að hann hlakki svona svakalega til jólanna sérstaklega, eða snjósins... Það er nefnilega SMÁKÖKUTÍMABIL....Ég er reyndar löngu byrjuð að gera tilraunir að hausti en í desember gengur í garð svona opinbert smákökutímabil. Við erum löngu hætt að borða óhollar smákökur og sem betur fer, miðað við allt magnið sem við torgum. En hvað um það, það er tími til kominn til að setja á sig svuntuna og bretta upp ermarnar. Á jólamatseðlinum 2009 er ég m.a. með smákökur, hráfæðiskökur, hnetusteik, konfekt, vanillumús og margt fleira. Sendið mér bara línu ef þið hafið einhverjar spurningar.

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It  

Ummæli

Aslaug
30. nóv. 2009

Vá - þetta eru æðislegar uppskriftir, hlakka til að prófa. Bakaði í morgun graskers- og bananamuffinsa úr jólauppskriftunum þínum og þeir voru mjög góðir... Nú fæ ég klígju þegar ég les þessa hefðbundnu uppskriftir fullar af sykri og fitu ;(

Kveðja, Áslaug

CafeSigrun.com
30. nóv. 2009

Gaman að heyra Áslaug :)

Melkorka
30. nóv. 2009

Takk fyrir Sigrún. Þú ert snillingur!