Vetraruppskriftir 2009 komnar inn

Veturinn er að skríða í gang og það þýðir einungis eitt…heitt í kroppinn (því ég er mesta kuldaskræfa sem þekkist). Að þessu sinni er ég einmitt með tvær súpur á boðstólum; Svartbaunasúpu og Humarsúpu sem þið getið kíkt á. Einnig ætla ég að benda ykkur sérstaklega á tvær uppskriftir sem hafa verið hernaðarleyndarmál hingað til….grillað laxaroð (mitt helsta leynivopn í sushigerð) og heimatilbúið hnetusmjör. Svo eru nokkrar uppskriftir til viðbótar t.d. að brauði, fylltum pönnukökum (crepes), bananaklöttum o.fl. Ég vona að þið njótið vel.
Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It  

Ummæli

Lisa Hjalt
08. nóv. 2009

dásamlegt, nýjar uppskriftir og nýr diskur með Sting! … pottþéttur vetur ;-)

Melkorka Mjöll Kristinsdótir
09. nóv. 2009

takk kærlega fyrir þessar nýju uppskriftir. Bíð svo spennt eftir bókinni, engin pressa, veit að þú hefur nóg að gera.

sigga
10. nóv. 2009

En girnilegt, mig langar að prófa humarsúpuna og fylltu pönnukökurnar.

laufey
10. nóv. 2009

Namm, takk Sigrún :)