Morgun-sælgætis-kornið

Reglulega eru einhver gáfumenni sem taka saman lista yfir óhollustu morgunkornin. Ég segi gáfumenni því það þarf varla margar heilasellur til að vita að morgunkorn með chocolate, cookies eða sugar í nafninu, sé óhollt. Það er þessi "sjokk" stíll á fréttinni sem pirrar mig (og á svipuðum fréttum). Það að gefa barninu sínu (eða sjálfu sér) sælgæti í morgunmat er ekkert tengd gáfum svo sem heldur skynsemi. Skynsamt fólk gefur börnunum sínum ekki morgunkorn með tæp 12 grömm af sykri (meira en í kleinuhring) í einni skál (30 gr) og jafn miklu af salti og í kartöfluflögum.

Morgunkorn eins og Frosties og Cocoa Puffs og hvað þetta allt heitir á heima í sælgætisdeildinni og ég skil ekki hvers vegna leyfilegt er að auglýsa slíkt sem morgunkorn (og það fyrir börn). "Börnin borða ekkert annað, ef þau borða þetta ekki svelta þau" segja foreldrarnir.... a) börn borða annað ef þeim er kennt það frá upphafi b) börn borða ekkert annað ef þetta drasl er keypt og það er fyrir augunum á þeim c) börn borða (að megninu til) eins og fyrirmyndir þeirra..... Ef börn eru nógu svöng borða þau t.d. hafragraut með rúsínum, kanil og döðlum, það er á hreinu. Ef mamma og pabbi borða þennan morgunmat á hverjum morgni, borða börnin hann líka, það er á hreinu. Það er svo ótalmargt hægt að bjóða fjölskyldunni upp á í morgunmat sem þarf ekki að taka langan tíma í undirbúning. Það tekur t.d. 7 mínútur að sjóða hafragraut. Einnig má útbúa muesli (ósykurbætt eða heimatilbúið) og saxa ferska ávexti út á, rista gróft brauð með osti og hollri sultu, blanda smoothie með ávöxtum, haframjöli og hnetusmjöri og margt fleira. Möguleikarnir eru endalausir. Sykurbætt morgunkorn er fyrsta skrefið í átt að heilsufarsvandamálum síðar meir svo ekki sé talað um vandamál vegna tannskemmda.

Svo skilja foreldrarnir ekkert í því hvers vegna börnin eru með magapínu, pirruð, einbeitingarskort, alltaf þreytt og orkulaus o.fl....? Nei ég skil það bara ekki heldur!!!!!

Gleðifrétt dagsins er svo að McDonalds hverfur af landinu fljótlega en leiðindafréttir dagsins er að annar álíka staður tekur við....Það er svo sem enginn munur á kú.... og skí....

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It  

Ummæli

Anna Stína
26. okt. 2009

Æ hvað ég er nú sammála þessu :-) En úrvalið af ógeðsmorgunmat er ótrúlegt - en enn meira af því sem gott er. Skvísan mín veit fátt betra en hafragraut í morgunmat og svo á hún sína eigin uppskrift að sunnudagsmorgunmat - það er vanillu bio-mjólk eða hrein ab með smá agave og allir ferskir ávextir sem til eru !! Yummi !! Sá stutti borðar heima fyrst en fer svo á leikskólann og bókstaflega GÚFFAR þar í sig hafragraut. Þannig að þetta er algjörlega og eingöngu í okkar höndum - þau borða það sem við kennum þeim !! Við getum engum öðrum um kennt - þó að máttur auglýsinganna sé ansi mikill !!

Með heilsu-kveðju í bæinn :-) og knús á krílið !!

Lena
26. okt. 2009

nákvæmlega. Ég bara skil ekki thá foreldra sem dettur í hug ad kaupa t.d. coco puffs í morgunmat!!!! NÆring= engin- óhullsta= fullt hús!!!

Àn gríns, sumir hugsa bara EKKERT út í hvad børnin theirra fá... Sá eimmit barn um daginn med hvítt braud med nutella á og ad drekka kókómjólk!!! Vá- ef sá krakki hefur ekki ordid threyttur og pirradur seinnipartinn, og mamman pirrud og fúl á móti. Fólk sér oft ekki ad thad sé sjálft ad skapa vandamál sín...

Sólveig S. Finnsdóttir
27. okt. 2009

Sá er munurinn á kúk og skit að nu er það innanlands hráefnið en hitt var allt innflutt meira aegja brauðið

afi þinn sagði að tæki 3 min. að elsa graut en amma þin sagði að hann hefði varla soðið þetta var sko á engjunum þegar maður la við í tjaldi og var gott og gaman. Kv. M.

Alma María
27. okt. 2009

Heyr heyr Sigrún. Snilldar innlegg.

Takk