100 óhollustu matvörurnar í Ameríku

Hér er ansi góður listi yfir 100 óhollustu matvörurnar í Ameríku. Listinn er óþægilega líkur þeim sem maður gæti útbúið yfir íslenskar matartegundir/matvörur… sérstaklega vegna þess að flestir skyndibitastaðanna sem nefndir eru í listanum, eru því miður á Íslandi líka. Á íslenska útgáfu listans myndi reyndar vanta bjúgu, laufabrauð, kæfu, kleinur, rúgbrauð o.fl. (jebb, allt óhollt)….Það ætti þó alltaf að skoða svona lista með fyrirvara því t.d. er bökuð kartafla ágætlega holl ef henni er ekki drekkt í smjöri og sýrðum rjóma og það sama má segja um súkkulaði því dökkt, lífrænt framleitt súkkulaði með háu kakóinnihaldi og hrásykri er ekki það sama og draslsúkkulaði með hvítum sykri, transfitusýrum og rotvarnarefnum. Það eru margir góðir punktar tilteknir eins og t.d. hvers vegna í veröldinni próteinbarir/orkustangir eru hafðir í heilsuhillum verslana. Athugið einnig að það má búa til hollar franskar, hollan ís, holla pastarétti, hollt brauð, nota hollara súkkulaði o.s.frv. í staðinn fyrir óhollu útgáfurnar á listanum.

Vonandi getið þið merkt "nei" við öll 100 atriðin (eða sem flest) með góðri samvisku!

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It  

Ummæli

Sólveig S. Finnsdóttir
24. okt. 2009

hvað heldur þu að hann pabbi þinn segði af hann fengi ekki kæfu í nestið , að visu geri ég kæfuna sjákf ( tek all fitu ur henni hægt að smyrja henn á brauðið ) í gamla daga var besta kæfan með mör sett utí það voru fik heimili ég er greinilega fátæk eftir þessu. Bæ bið að heilsa Tittlu litlu komum bráðum í heimsókn

Erna Magnúsdóttir
24. okt. 2009

Eitthvað er þessi listi nú eitthvað gallaður. Það er ýmislegt mun óhollara en kartöflur og pasta. Hvað þá súkkulaði. Dökkt súkkulaði er er ekki óhollt ef það er borðað í óhófi... Einhver hluti þessa lista inniheldur mat sem í raun er óhollur ef hans er neytt einhverjum mæli, en þetta gengur ansi langt.

Og FISKUR??!!! Hvernig rataði hann á númer 59. á þessum lista? Þetta er líkara áróðri en hjálplegum ábendingum!!!!!

Og ég sakna líka tilvitnanna sem sýna að þessi matur sé í alvörunni óhollur. Þetta virðist vera frekar órökstutt og þar að auki ofureinföldun... matur verður ekki óhollur af sjálfu sér bara á því að innihalda mikið af natríum. Natríum er jú lífsnauðsynlegt!

Ég taldi 25 atriði að minnsta kosti sem eru ekki óholl, en eru algeng að séu í mataráróðri um hollustu/óhollustu. Því miður er það svo að í þessum fræðum er mikið húmbúk stundað sem ekki byggist á staðreyndum.

Bandaríkjamenn eru með matarfóbíu á háu stigi. Matarmenning þeirra hefur orðið undir í iðnaðarvæðingu undanfarinna 50 ára og því er fólk oft áttavillt gagnvart mat. Þessvegna grassera svona síður sem segja fólki að venjulegur matur sé óhollur. Fólk er hætt að treysta sjálfu sér í þessum efnum því matarþekking hefur ekki erfst á milli kynslóða.

Ég mæli með bókum eins og "Omnivore's dilemma" eftir Michael Pollan og svo "Animal, Vegetable, Miracle" eftir Barböru Kingsolver ef þú hefur áhuga á að lesa um það.

Melkorka
24. okt. 2009

soja óhollt?! Mér finnst það vont, og get þá með góðri samvisku hætt að borða það, virðist vera. Hormónamjólk, er það ekki helst í Bandaríkjunum þar sem gripirnir eru, að mér skilst, sprautaðir með hormónum?