Hollustukóngar

Ég hef verið að hugsa um það síðustu daga og síðustu 3 vikur hversu auðvelt það hlýtur að vera fyrir fólk sem er í einhvers konar lífstílsbreytingum/aðhaldi, að detta í rugl þegar lífsstíllinn breytist. Ég hef svo sem oft hugsað þetta líka  á ferðalögum. Á þessum ótal ferðum okkar til Afríku hefði nefnilega verið afskaplega auðvelt að "detta í rugl" þ.e. borða óhollt. Ekki það að maturinn í t.d. Austur-Afríku sé óhollur...venjulegur heimilismatur saman stendur af baunum, grænmeti, kartöflum o.fl. Það eru hins vegar hótelin og gististaðirnir sem bjóða upp á ruglið (ef maður er ekki að gista á stöðum sem innfæddir sækja). Þess vegna er ég afar, afar passasöm með það sem ég tek með mér svo ég detti ekki í hvítt brauð og pasta bara af því ekkert annað er til. Ég borða reyndar mikið af salötum hvers konar á ferðalögum og ég er alltaf með hnetur og rúsínur í poka ásamt heimatilbúnum orkustöngum o.þ.h. Svo lifi ég á ávöxtum heilu dagana og hef gott af enda svo hollir svona beint af trjánum. Ég veit að það er fáránlegt að vera að hugsa um hvítt pasta og brauð á meðan fólk í þessum heimshluta á varla fyrir mat en ef ég hef val, nýti ég mér það en hef alltaf hitt á bak við eyrað svo ég fái ekki samviskubit dauðans.

Ég var að velta þessu fyrir mér því óneitanlega er lítið barn tímaþjófur.....og ef ég hefði ekki verið ofur skipulögð áður en það mætti í heiminn, væri ég líklega búin að styrkja helstu grænmetisstaðina í nágrenninu umtalsvert. Það er bara ekki hollt til lengdar (of margar hitaeiningar) að borða slíkan mat þó hann sé ægilega góður. Ég nefnilega lærði það þegar ég var í hnéaðgerðunum fyrir fjórum árum og svo þessum tveimur fyrir rúmu ári að það væri sniðugt að útbúa CafeSigrun frystihólf þar sem alltaf væri til eitthvað gott í matinn. Ég lá á spítala í tvær nætur fyrir ári síðan og var ekki rólfær í marga daga. Ég gat ekki hugsað mér að svelta aumingja Jóhannes (sem hefði annars gert sér Cheerios að góðu). Ég var því búin að útbúa alls kyns hollan kvöldmat í neytendaumbúðum...t.d. fylltar paprikur, crepes (fylltar pönnukökur), súpur, borritos, mini-pizzur o.fl. Í frystihólfinu var líka alls kyns góðgæti eins og muffinsar, orkustangir, konfekt, ís og fleira. Það sama á við þessa dagana. Þetta er nefnilega allt spurning um gott skipulag. Ég hafði 9 mánuði til að undirbúa það að við þyrftum ekki að borða óhollt núna svo það er ekki eins og ég hafi haft einhverja afsökun. Það kom á daginn að þetta reyndist vera góð hugmynd því síðustu vikur erum við búin að lifa eins og kóngar (hollustukóngar) og borða fullt upp úr CafeSigrun frystihólfinu.

Punkturinn hjá mér er sem sagt að það er ENGIN afsökun fyrir því að borða óhollt og detta í sukk af því maður "hafi ekki tíma". Þetta er ekkert flókið. Maður hefur alltaf tíma fyrir hollustu og ef hann er af skornum skammti, hliðrar maður öðru til svo að það sé pottþétt eitthvað gott, og hollt að borða, ávallt.

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It  

Ummæli

Lena
05. okt. 2009

Dáist af thér!! Er ad læra um næringu ungabarna. Thó thú vitir líklega allt um thad, langar mér ad gefa smá áfram. Muna ad borda NÒG af fitu, svo líkaminn taki ekki af thínum birdum. Thá margar skeidar af hørfrøoliu, olifu oliu og fleirri olium á dag. PLus hnetur, avocado og allur pakkinn. ERum ad tala um MIKID MAGN!!! Thvi ef likaminn fer ad ganga a thinar fitubirgdir ( tho thær seu liklega MJOG liltlar) tha mun óæskileg efni geta farid ut i modurmjolikna. Í fituni okkar eru oft t.d. thungamalmar og annad óæskilegt sem hledst upp í likamanum. OG svo thegar vid grennumst tha losnar thad ur fitunni og fer ut i blodid.. Thess vegna ættu konur ad bida med ad grenna sig thar til eftir brjostagjof :-)))) KNus...

CafeSigrun.com
06. okt. 2009

Roger that Lena....ég get þó glatt þig með að þetta er nú þegar allt saman á matseðlinum hjá mér ;)

Melkorka
07. okt. 2009

Þetta líst mér á. Ég er með tvö börn og er einmitt að plana að fylla frystirinn með alls konar snilld. Það er mjög gott að fá þessi dæmi frá þér um hvað er hægt að frysta.

Alma
07. okt. 2009

Mikið væri nú gott ef fleiri tækju þig til fyrirmyndar Sigrún. Þetta er svo satt hjá þér en fólk almennt gefur sér ekki tíma til að elda í frystinn - því miður.

Gunnhildur
12. okt. 2009

En má frysta nánast hvað sem er??? eða er eitthvað sérstakt sem maður ætti að forðast að frysta???

CafeSigrun.com
12. okt. 2009

Gunnhildur: Það má frysta nánast ALLT. Það er afar fátt sem ég frysti ekki en það má helst kannski nefna fiskrétti sem ég er búin að elda (mér finnst fiskurinn verða svo laus í sér og leiðinlegur) og svo núðlurétti og núðlusúpur. Það má reyndar frysta súpugrunn og bæta svo núðlum í en mér finnst núðlur ekki skemmtilegar upphitaðar eftir frost (nema auðvitað lasagne)....

Anna Stína
13. okt. 2009

HÆ. Allt gott og gilt að vanda, bara smá ENNN - ég þekki samt alveg það að tíminn er bara EKKI til, þó að getan til skipulagningar og viljinn séu fyrir hendi. Einhvern veginn fara mínir 9mánuðir alltaf í alllllt annað !! Í huganum er ég alltaf löngu búin að gera nákvæmlega það sem þú skrifar hér en svo stend ég frammi fyrir td því að halda barnaafmæli og þá er SOSað á nýbakaða móður. Susss, ekki segja neinum frá svona !!

En þetta eru línur til hinna sem fallast hendur yfir svona ofurkonum :-) sem maður vill helst trúa að séu bara til í sögubókum.

Knús á ykkur öll - sjáumst fljótlega og hættu að vera svona dugleg !! Gætir amk sleppt því að skrifa um það þannig að maður sé ekki bara með móral ... hehehe

CafeSigrun.com
13. okt. 2009

Anna Stína...það er akkúrat EKKERT "ofur" í því sem ég er að gera.....það er frátekið fyrir fólk sem stendur yfir salerninu í 9 mánuði....með vinnu...með fleiri börn á heimilinu og er samt að reyna að gera allt hollt og gott...ÞAÐ er "ofur"....

Knús á súpermömmuna

Anna Stína
14. okt. 2009

Halló kalló bimbó - þú ert samt engin bimbó sko :-) You made my day - mætti ég fá þetta skriflegt og vottað frá þér??

Kveðjur í bæinn til baka

ps. ef þú bara vissir hvað ég datt niður á sem slær á .... omg !!