Unnar kjötvörur

Þessi frétt um unnar kjötvörur á ekki einu sinni að koma á óvart. Ég var einmitt að hrista hausinn yfir þessarri frétt í blöðunum í London. Í um 20 ár hef ég verið að nöldra yfir því að fólk eigi ekki að borða unna kjötvöru og síst börn. Þó ég hafi auðvitað ekki verið með tengsl krabbameins og unna kjötvara á hreinu (enda hvorki vísindamaður né læknir) þá getur þessi tegund matvöru (ef matvöru skyldi kalla) aldrei verið af hinu góða (lesið sjálf innihaldslýsingar ef þið trúið mér ekki...þær eru góð vísbending um að matinn eigi ekki einu sinni að gefa dýrum). Unnar matvörur eru aldrei góð hugmynd nema fyrir budduna til skamms tíma (aftur spyr ég....hvernig væri að hækka verð á drasli og lækka verð á því sem er hollt og gott?). Skinka, pepperoni, pylsur, bjúgu, kæfur (sumar tegundir), smurostar með kjöti í, tilbúið kjöt í pökkum, tilbúnir réttir......ekkert af þessu á heima í nestisboxi eða á matarborði fólks, hvað þá barna. Hvað á að borða í staðinn? Jú góð spurning.... heilt, óunnið kjöt er skárra (ef fólk vill endilega borða kjöt) þ.e. kjöt sem ekki er búið að tæta eðe meðhöndla og bæta efnum út í og auðvitað ætti það að vera lífrænt framleitt og free range (æi ég gleymdi að við Íslendingar erum 10 árum á eftir í þeim málum svo það er ekki í boði :(

Í stuttu máli þá er til dæmis  skárra að sneiða grillað/léttsteikt lambakjöt (eða annað kjöt) og setja ofan á brauð eða í matinn sinn almennt heldur en að kaupa t.d. plastskinku eða pylsur.

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It