Viðutan viðundur

Ég get verið SVO utan við mig.....Eins og til dæmis í morgun þegar ég fór á hlaupabrettið í ræktinni (ok ég hleyp reyndar ekki frekar en fyrri daginn út af hnénu en ég geng rösklega). Ég stóð á brettinu og ég gleymdi að setja það af stað...jebb..ég var í nokkrar mínútur á brettinu...að horfa á sjónvarpið og hreyfði mig ekki neitt. Ég hef alltaf verið svona...held þetta sé ekki aldurinn..og ég tek inn lýsi, borða bláber og valhnetur...held ég sé bara svakalega „utan við mig“....

Hér er svona topp tíu listi í gegnum tíðina:

  • Ég set heyrnartólin fyrir ipodinn minn í eyrun og gleymi að kveikja...er sem sagt ekki að hlusta á neitt  (getur alveg verið svoleiðis í klukkutíma eða lengur). Furðulegt því ég þoli ekki að vera án tónlistar.
  • Gleymi lyklunum að útidyrahurðinni í skránni.
  • Sest upp í vitlausa bíla (eins og einu sinni þegar ég settist inn í bíl hjá konu (sem ég hélt að væri yfirmaður minn og hafði ætlað að sækja mig) og byrjaði að tala um fundinn sem ég hafði verið á). Ég fattaði að þetta var ekki rétti bíllinn þegar a) ég mundi eftir því að ég hafði ekki setið á brauðpoka og b) konan sagði furðu lostin „hver ert þú eiginlega?“
  • Helli úr málningardós því ég kíkti á úrið mitt (en hélt á dósinni í leiðinni).
  • Fer í búðina, með innkaupamiða, les hann, merki við, en gleymi samt nokkrum vöruliðum...veit ekki hvernig það er hægt.
  • Helli t.d. heilli skeið af AB mjólk niður á mig því ég hitti ekki  á munninn (því ég var að hugsa um eitthvað annað).
  • Skrautskrifa í bók (t.d. afar verðmæta Guðbrandsbiblíu) og slefa yfir blekið...ekki í fyrsta skipti sem ég hreinlega slefa yfir skrautskrift...en málið er að þegar maður er að vanda sig, opnar maður munninn og gleymir sér....Eftir að hafa skreytt Guðbrandsbiblíuna með teiknuðum blómum (utan um slefdropana) ákvað ég að hér eftir myndi ég frekar stinga tungunni út ef ég væri að vanda mig og geri enn þá í dag.
  • Horfi út um bílgluggann á fjöllin eða sjóinn nema gleymi því að ég sit sjálf í bílstjórasætinu...(hef lagast með þetta reyndar). Sama hefur reyndar gerst á hestbaki þar sem ég gleymi mér en það er ekki eins hættulegt (sko fyrir vana).
  • Fer á hjólaskautum fram af svölum (og handleggsbrotna) því ég var að horfa út í loftið (mörg slysin hafa reyndar hlotist af klaufaskap hjá mér).
  • Tek sjóðandi heitt, eldfast mót úr bakaraofninum, skoða afraksturinn og sting aftur í ofninn..en gleymi að setja á mig ofnhanska.

Jóhannes segir við mig nokkuð reglulega að það sé merkilegt að ég komist í gegnum daginn, lifandi og í heilu lagi.

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It  

Ummæli

Lisa Hjalt
10. júl. 2009

þú ert lifandi kraftaverk!

og þetta er brjálæðislega fyndinn listi, sérstaklega þetta með konuna og bílinn og málningardósina … priceless

Jóhanna S. Hannesdóttir
10. júl. 2009

Hahahaha...ég kannast við margt af þessu. Eins og t.d. að fara með minnislista út í búð, merkja við en gleyma samt að kaupa e-ð. Já og svo gleymi ég því líka oft að ég sé að keyra - er oft voða upptekin af því að horfa á e-ð :-D

En ég hef sem betur fer aldrei gleymt að setja á mig ofnhanska! Hihihi :-D

P.S. Það var ekkert mál að komast inn á síðuna þína núna :-)

Sólveig S. Finnsdóttir
10. júl. 2009

Þetta er í ættinni, pabbi þinn fór einu sinni með ruslið í vinnuna, en henti kaffinu í ruslatunnuna,

ég gæti sagt margar svona sögur af þér. Kv.m

Melkorka
21. júl. 2009

Yndislegt, þ.e. þar sem það virðist vera einhver heillastjarna yfir þér sem forðar þér frá meiriháttar slysum.

Gott að hafa húmor fyrir sjálfum sér. Taka sig ekki of alvarlega og geta bara sagt svona sögur af sér.