Svo sammála....

Ég er svo innilega, innilega sammála Hrund varðandi skort á mannasiðum Íslendinga. Hversu OFT hef ég ekki lent í þessu og samt reyni ég að fara ekki í búðir þegar margir eru því ég er hreinlega troðin undir. Það er ALLTAF verið að keyra utan í mig, aftan á mig, framan á mig og ENGINN segir afsakið, alveg sama þó ég virkilega meiði mig og það sjáist alveg (t.d. þegar ég öskra ÁÁÁÁÁÁÁÁÁ, held um ökklana á mér og bölva eins og fullur sjóari). Fólk segir SAMT ekki "fyrirgefðu", það horfir bara í aðra átt og strunsar í burtu.  Einu sinni, vorum við á leið heim frá London og í flugvélinni eftir að fólk var að týna sig saman var íslenskur maður sem opnaði farangurshólfið fyrir ofan sætin. Taska mannsins DATT ofan á höfuð Breta eins sem sat í sætinu. Í töskunni hefur líklega verið fartölva eða eitthvað annað sæmilega þungt því maður heyrði dynkinn. Íslendingurinn HÉLT enn þá í töskuna svo hann gat ekki bara þóst ekki eiga hana. Hvað gerðist? Bretinn strauk um höfuðið og óaði og æjaði en Íslendingurinn sneri sér undan með þóttasvip og labbaði út. Ég gapti og Jóhannes líka. Aðrir útlendingar sem sáu þetta áttu heldur ekki til orð en Íslendingunum var aaaaaaaaaalveg sama, voru líklega hvort sem er með hugann við að flýta sér í fríhöfnina.

Það þyrfti að senda Íslendinga á námskeið í kurteisi og mannasiðum.  Þeir eru líka afskaplega óforskammaðir þegar þeir eru að rífast í afgreiðslufólki. Bretar og fleiri þjóðir kunna að kvarta málefnalega (koma yfirleitt punktinum á framfæri, gerast ekki persónulegir og ásaka ekki fólkið á kassa um t.d. hátt verðlag sem er ekki þeim að kenna). Ég var í búð um daginn þar sem ég virkilega, virkilega skammaðist mín fyrir að tilheyra sömu þjóð og konan sem var að rífast í kassadömunni. Mikið ofboðslega var hún frek, leiðinleg og dónaleg. Kassadaman (sem var íslensk...sem gerist eiginlega aldrei) var nánast orðlaus. Þetta var meira að segja kona sem hefur verið framarlega í íslensku þjóðlífi, sérstaklega á undanförnum árum og það vita allir hver hún er.......Mig langaði að fara með gröfu yfir hana og setja bílinn hennar svo ofan í holu.....og þjappa vel he he.

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It  

Ummæli

Lisa Hjalt
20. jún. 2009

nú hefði verið gott að hafa svona 'like' hnapp eins og á Facebook

er SVO SAMMÁLA … snilldarfærsla