Í heilsubúðinni í hádeginu

Í hádeginu fór ég í heilsubúð hérna í miðbænum. Ég var svöng því ég hef ekki farið í búð síðan við komum heim frá London. Ég hef mig bara alls ekki í það. Það sem við eigum til í ísskápnum er lýsi og 2 egg og þannig er það búið að vera í viku. Við erum búin að vera að borða úr frystinum (sem er ágætt líka) en ég er að verða galin úr ávaxtaleysi svo ég þarf að fara í dag, ekki hægt að draga þetta lengur. Ástæðan fyrir því að ég er ekki búin að fara er að síðast þegar ég verslaði í matinn, var það í London. Úrvalið er engu líkt, vöruverð prýðilegt og ferskleikinn ótrúlegur. Einnig eru alltaf tilboð sem eru hagstæð fyrir alla, sérstaklega heimili. Það er ekki alveg þannig í matvörubúðum landsins þó að sumar búðir séu skárri en aðrar.

En já, aftur að heilsubúðinni. Ég var sem sé að reyna að finna mér eitthvað fyrir minna en 200 krónur (sem gekk ekki mjög vel). Það voru þarna inni nokkrir útlendingar sem voru að skoða eitt og annað og þau voru að tala um verðlagið þannig að ég fór að hlera. Þegar þau fóru að reikna verðið sögðu þau "no no no, this surely can't be right?"..."there must be a mistake in pricing?". Að lokum fóru þau út án þess að kaupa neitt því þeim ofbauð verðlagið. Það versta er, að tungumálið sem þau töluðu gaf til kynna að þau borguðu sennilega í Evrum sem þýðir að verðið er hagstætt "þannig séð" fyrir þau (miðað við okkur) en þeim fannst verðlagið samt fáránlegt. Þó svo að hefðu ætlað að borga í Zimbabwe dollurum þá væri það samt næstum því hagstæðara en að kaupa vörur miðað við íslensku krónuna. Ég sá einmitt litla krukku af kókosolíu á rúmar 1300 krónur. Helvítis fokking fokk.

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It  

Ummæli

Sólveig
16. jún. 2009

i jurtaapótekinu á skólavörðustíg er hægt að fá helmingi ódýrari kókosolíu.. og hún er líka lífræn:)

Sigrún
16. jún. 2009

Sæl Sólveig......takk fyrir upplýsingarnar. Er kókosolían örugglega kaldpressuð?

laufey
17. jún. 2009

jiiii einmitt, og kókosolían frá Sollu kostaði um 300 kall í fyrra í bónus! í fyrra... eeeekkki núna.