Sjúkdómsgreining vs. uppeldi

Rakst á þessa áhugaverðu grein um mataræði ungra barna á vef BBC. Greinin fjallar sem sagt um hvort að börn geti raunverulega haft einhvers konar sjúkdóm/sjúkdómsgreiningu sem veldur því að þau vilja ekki borða annað en það sem þeim sýnist (kjúklinganagga, fiskistauta, kartöfluflögur, sælgæti) eða hvort að málið snúist um uppeldi og slæmar matarvenjur. Þetta er svo sem ekki flókið...í 99% tilvika má kenna uppeldi um því matur er afar sterkt vopn sem börn geta notað gegn foreldrunum. Þeir gefast að lokum upp, fara með barnið til læknis (sem finnur ekkert að) og  finnst betra að kenna einhvers konar sjúkdómsástandi um. Góð lesning.

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It  

Ummæli

Melkorka
05. jún. 2009

Ég hef vanið son minn á að borða allt. Það er leikur hjá okkur að smakka allt, líka t.d. hveiti, sítrónusafa og bara ALLT. Og hann borðar líka allt nema súra hrútspunga. Hann er tveggja og hálfs.

Elisabet
06. jún. 2009

Systurdóttir mín var greind með ýmislegt, vanvirk og fleira.... var sett á lyf og varð hálf rugluð af þeim. Systir mín tók hana af þeim og var hótað barnarverndarnefnd fyrir vikið. En tók þá ákvörðun um að taka allt í gegn, mataræði, svefn og fleira og MUNURINN á barninu. Gjörsamlega ótrúlegt.....og um leið og eitthvað bregður útaf þá fer allt í baklás