Dásemdardögum í London að ljúka

Mánuður er fljótur að líða, sérstaklega þegar manni líður eins og blómi í eggi. Við erum eiginlega búin að hafa það allt of gott. Við erum bæði búin að vera að vinna aðeins en á þeim frídögum sem við höfum átt, höfum við farið á söfn, á kaffihús, í bókabúðir, á markaði (Portabello, Borough og Spitalfield til að nefna nokkra), út að borða, í matarboð til vina, heimsókn til ættingja, flatmagað í sólinni í öllum þessum frábæru görðum sem eru í London, dásamað heilsubúðir (og keypt og smakkað helling auðvitað, allt í þágu CafeSigrun rannsókna sem þið munið njóta góðs af), áskotnast slatti af matreiðslubókum, dvalið langdvölum á kaffihúsinu hennar Maríu, grísku vinkonu okkar, borðað lífræna, dísæta ávexti út í hið óendanlega, farið í grilljón göngutúra, farið í ræktina hérna á Piccadilly Circus (líkamsræktarstöðin er sko þar) o.fl, o.fl. Þetta er búið að vera dásamlegt. Það hefur rignt í einn dag og seinni hluta veru okkar hefur hitinn eiginlega ekki farið niður fyrir 20 stig með glampandi sól. Að koma til Íslands verður eins og að vakna af allt of góðum draumi en við huggum okkur við það að við flytjum hingað aftur fyrr en varir. Það er nefnilega gaman að koma í heimsókn til Íslands þó ég geti ekki hugsað mér að búa þar, þannig ætla ég að hugsa þetta svo ég lifi heimkomuna af….vona bara að verði ekki slydda þegar við lendum hehe.

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It