Í réttu samhengi

Fjölmiðlar ættu að skammast sín fyrir að blása þessa blessuðu svínaflensu upp.....hvernig væri að horfa á hlutina í samhengi????? Ég sá t.d. á mbl um daginn myndbrot þar sem fólk var að birgja sig upp af grímum og spritti heima á Íslandi. Verslunarstjórinn var nokkuð viss um að fólk myndi labba með grímur á Laugaveginum innan tíðar. Ég varð rauð í framan úr hallæri og fékk kjánahroll niður á bak.....er.fólk.virkilega.svona.stupid? Þetta er reyndar töluvert skárra hér í UK en mér varð það þó á að hnerra út í búð um daginn. Ég dró upp hreina þurrku, snýtti mér og fleygði þurrkunni í ruslið. Konan sem var fyrir aftan mig í röð sagði..."jeminn eini maður er nú svolítið stressaður sko....þú veist....út af svínaflensunni"... Ég horfði á hana með afar óvinsamlegu augnarráði og bölvaði í hljóði.....datt í hug að halda smá fyrirlestur fyrir hana...ákvað samt að vera ekki að eyða tímanum í hana og rífst hér í staðinn ykkur til skemmtunar he he. Hér eru nokkrar tölur sem gætu útskýrt kjánahrollinn:

 • Um 30 milljón manns hefur dáið úr eyðni síðan 1981.
 • Í Afríku eru um 13 milljón munaðarlaus börn (vegna dauðsfalla úr eyðni í fjölskyldunni).
 • Áætlað er að um 12 milljónir manna mun deyja úr krabbameini um heim allan árið 2030. Þessi tala er nú í kringum 9 milljón manns árlega.
 • 250 milljónir manna um heim allan smitast af malaríu ár hvert, um ein milljón deyr.
 • Af þeim milljón sem látast úr malaríu ár hvert eru 85% þeirra undir 5 ára (árið 2006). Þetta eru um 748.850 börn, árlega. Það eru rúmlega 2000 börn á dag.
 • Á hverjum degi, látast um 3000 börn úr hungri, bara í Afríku.
 • Árlega látast um 6 milljón börn um heim allan úr hungri, fyrir 5 ára aldur.  Það gera rúmlega 16 þúsund börn á dag. Á D.A.G.
 • Árlega látast um 15 milljón börn á öllum aldri. Það gera rúmlega 41 þúsund börn á dag. Á D.A.G.
 • 30% dauðsfalla í heiminum ár hvert er vegna hjartasjúkdóma. Árlega deyja t.d. um 700.000 í Bandaríkjunum vegna hjartatengdra sjúkdóma.
 • Um einn milljarður manna er smitaður af berklum... á þessarri stundu.
 • Árlega látast um 1.6 milljón manna úr berklum. Um milljón í Asíu, 400.000 í Afríku og 100.000 í Evrópu og Ameríku. Berklatilfellum fer fjölgandi.
 • Um 20.000 manns lætur lífið ár hvert úr kvefsjúkdómum (t.d. eldra fólk sem fær lungnabólgu).
 • Um 3000 manns lætur lífið í bílslysum hvern dag.
 • Síðan þú byrjaðir að lesa þessa samantekt hafa um360 manns dáið úr hungri.

Voru ekki 65 sem hafa látist úr svínaflensu? Þar af aðallega eldra fólk og ung börn og þar af á frekar fátækum svæðum þar sem læknisþjónusta var ekki til fyrirmyndar?

Bara pæling.

------

(Ath. Samantektin er mín en unnin upp úr tölfræði frá World Health Organization og fleiri stofnunum).

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It  

Ummæli

Lena
18. maí. 2009

Mér finnst allveg rétt hjá thér ad fólk er ad gera allt of mikid vedur útaf thessu. EN- thad er samt ekki allveg hægt ad bera thetta saman vid thau dæmi sem thú tekur. Í fyrsta lagi hefu ungt fólk veikst, ekki bara børn, thad er eitt ad thví sérstaka vid svinaflensuna. Annad thá eru thessi dæmi ekki sambærileg. Heilbrigd ung kona í kanski í new york, tharf ekki ad hrædast ad deyja úr hungri,thad er ekki raunhæft í hennar lífi. En thad er raunhæft ad hún geti smitast af flensu. Margt fólk hrædist veikindi, og thá sérstaklega veikindi sem geta leitt til dauda. Og fjølmidlar blása jú alltaf svona flensur upp úr øllu valdi. Svo ad fyrir fólk sem hefur ekki mikla thekkindu á thessu svidi er mjøg skiljanlegt ad thad geti ordid óttaslegid.

CafeSigrun.com
18. maí. 2009

Ja sko...Lena ég er ekki að meina að fólk þurfi að vera hrætt við að deyja úr hungri eða eyðni eða krabbameini eða öðru...heldur er ég að meina hversu litla umfjöllun t.d. það að tugir þúsunda barna látist á hverjum degi en við heyrum sjaldan um það í blöðunum...vissir þú t.d. að allt þetta fólk deyr úr berklum árlega? Hefurðu heyrt um það í fjölmiðlum?

Svo er líka kaldhæðnislegt að fólk notar grímur til að verjast svínaflensu en notar ekki smokka til að verjast eyðni? Það eru svoleiðis atriði sem ég er að benda á.... því hysterían er svo mikil.

Lena
19. maí. 2009

En thad er líklegast ekki sama fólkid. Their sem nota grímu til ad verjast fuglaflensunni, nota mjog liklega líka smokk ;) Thad eru fullt af hormungum út um allan heim. Thví midur. En finnst samt ad vid eigum ekki ad eyda of mikilli orku í ad velta okkur upp úr harmleiknum, og mida hann saman. Alltaf eitthvad sem er verra en annad. Frekar einbeita sér ad einthverjum harmleik sem snertir mann og reyna gera eitthvad gott thar. Hjálparstarf eda stydja og styrkja á thann hátt sem madur getur :-)

Melkorka
27. maí. 2009

Gott að fá þessa upptalningu hjá þér Sigrún. Ég er ein af þeim sem hef stöðugar áhyggjur af alls konar hugsanlegum veikindum þannig að ég hef gott af að heyra það sem þú sagðir. En hvað ef flensan versnar í haust? Heldurðu að fjölmiðlar blásið það upp?

CafeSigrun.com
27. maí. 2009

Ég hreinlega veit ekki Melkorka...þetta fer yfirleitt eftir því hversu mikil gúrkutíð er í fjölmiðlum, hversu mikið þeir blása svona fréttir upp. Ég ætla a.m.k. frekar að hafa áhyggjur af því að verða fyrir bíl og passa mig í umferðinni, töluvert meiri líkur á því að ég sé utan við mig og labbi út á götu :)