Voruppskriftir 2009

Jæja þá eru voruppskriftirnar komnar inn. Vorið er svolítið skrýtinn tími því það er komið sumar samkvæmt almanakinu en oft er ansi kalt....þessi ruglingur endurspeglast svolítið í uppskriftunum hjá mér líka en voruppskriftirnar eru yfirleitt svolítið bland í poka hjá mér. Þar má meðal annars finna tvo sniðuga drykki, annan járnríkan og hinn próteinríkan. Einnig má finna orkubita s.s. orkuhnullunga og sesambita (upplagðir í gönguferðir sumarsins), hummus með rauðri papriku og fleira.

Vona að þið njótið vel.

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It  

Ummæli

laufey
29. apr. 2009

bara að kvitta, takk fyrir nýjar uppskriftir. alltaf svo fínar myndirnar.

Sigrún
29. apr. 2009

Takk fyrir Laufey, þykir óskaplega vænt um kvittið. :)

Lisa Hjalt
30. apr. 2009

Það er beinlínis hættulegt að opna bloggið núna með þessum svakalega girnilegu myndum. Var búin að myndakvitta á Facebook en gleymdi því hér.

Delicious as always, takk fyrir mig, .

Alma María
30. apr. 2009

Namm...Nú er ég sko á leið heim að baka. Drengurinn á leið í æfingabúðir og verður alsæll að fá svona gúmmulaði með sér í rútuna.

Takk fyrir að deila þessu með okkur hinum Sigrún.

Sigrún
30. apr. 2009

Kærar þakkir Alma og Lísa :)