Og hér verðum við...

Kort sem sýnir hvar við verðum í London í maí - í Soho

....allan maí mánuð....Við fundum litla íbúð í Soho í London sem er með nettengingu (tel hana upp fyrst), þvottavél, þurrkara, litlu eldhúsi, rúmi, salerni og sturtu. Sem sagt allt sem við þurfum til að vera í mánuð. Það er einnig töluvert af líkamsræktarstöðvum í grenndinni sem við getum notfært okkur. Það ætti ekki að væsa um okkur heldur svona matarlega séð því uppáhalds heilsubúðin mín er í næstu götu, nóg er af góðum veitingastöðum þar sem allt er í boði, hvort sem maður er grænmetisæta eða vill bara hráan fisk í sushi...nefndu það, í London er hægt að finna staðinn. Starbucks er svo beint á móti íbúðinni sem liggur við lítinn garð í miðri Soho. Fram hjá þessum garði löbbuðum við nánast daglega á ferð okkar um borgina og vinnan hans Jóhannesar var í næstu götu. Við verðum því á heimaslóðum. Verst bara að við þurfum að koma heim aftur, hmmmm.......

Get ekki beðið eftir að komast í svolítið vor, heilsuvörur og ferska ávexti á góðu verði, skoða uppáhaldsbókabúðirnar mínar, uppáhalds eldhúsbúðirnar, borða á uppáhaldsveitingastöðunum mínum og bara "vera" í uppáhalds borginni minni...Við hlökkum allavega afskaplega mikið til að fara.

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It  

Ummæli

Guðrún Margrét
24. apr. 2009

Ég samgleðst ykkur að komast úr þokunni sem er yfir landinu okkar,

góða skemtun.

Sigrún
24. apr. 2009

Takk fyrir Guðrún Margrét...þetta var dálítið gott orð hjá þér "þoka"...eiginlega akkúrat það sem landið liggur í.