Þeytispjaldið
Í annað skipti á nokkrum árum hef ég fengið símtal frá Jóhannesi þar sem hann segir cirka þetta: "Geturðuhafttiltannburstasokkanærurpassa ...eraðfaraíflugeftirklukkutíma". Í fyrra skiptið bjuggum við í London og hann þurfti að fara með einhvern harðan disk til Póllands eða álíka vegna vinnunar. Núna var það sem sagt eitthvað sem hann þurfti að flytja á milli staða fyrir vinnuna sína hér á landi (náði ekki alveg hvað hann þurfti að gera...eitthvað nördalegt) en vissi bara að hann hafði 5 mínútur eftir að heim var komið til að pakka ofan í tösku og þjóta út á völl. Ég stóð eftir í dyrunum með grátkökk í hálsinum. Ekki af því ég sæi svona á eftir Jóhannesi (jú auðvitað ferlega glatað þegar hann er í burtu)... heldur af því mig langaði svo til London. Svo mikið að ég fór beint í að athuga hvað flug kostaði. Ekki nema 80 þúsund krónur....economy class (ódýrasta).....einmitt líklegt að flugfélagið selji síðasta sætið til áfangastaðar tveimur tímum fyrir brottför (og eins gott að hækka það þá upp úr ÖLLU valdi). 80 þúsund sem þú borgar fyrir þröngt sæti, engan mat, ekkert teppi, engan kodda. Frábær þjónusta ekki satt!
En allavega Jóhannes er farinn út, gistir á hótelinu við hliðina á „íbúðinni okkar í London (þeirri sem við bjuggum í síðast, á dásamlegum stað)...hann verður því á kunnuglegum slóðum. Hann fór með smá innkaupalista en það versta er að það sem mig langar mest í...London sjálf, kemst ekki í töskuna.
Ummæli
11. mar. 2009
æjæjj,
skilþig alveg en hvað er svona svakalega dásamlegt við London ( fáránleg spurning en frá þínu sjónarhorni ) ? og afhverju flytjiði ekki þangað aftur ? það hlítur að vera líka eitthvað frábært við ísland sem myndi toga í ykkur ef þið byggjuð þar ? :s
11. mar. 2009
Hmm...ef þú lest í gegnum bloggfærslurnar mínar í gegnum árin þá sérðu hvað það er við London sem heillar okkur. Það er svo ótal, ótalmargt og allt of langt mál að rekja það hér. Í stuttu máli þá er svarið það sama og hjá þeim sem elska að búa annars staðar hvort sem það er á Íslandi, Noregi, Spáni...hvar sem er. Þarna er hjarta okkar og þarna eigum við heima. Ísland er ágætt til að heimsækja en ekki til að búa á (þ.e. finnst okkur persónulega) en alveg eins og fólk skilur ekki hvernig við getum búið í London, skil ég ekki hvernig fólk getur búið alla ævi á Íslandi. Fólk er bara svo misjafnt. Allar borgir hafa sína kosti og galla, London hefur bara fleiri kosti (að okkar mati) en Reykjavík/Ísland.
11. mar. 2009
Hæbbs - æi, skil þig. En - tékkaðu á SAS og Cimber (Sterling gamla). Þeir eru báðir að aulgýsa ódýrt frá Köben til London. Kannski ekki samdægurs en þið gætuð örugglega fundið ódýrt í vor eða sumar.
Knús á ykkur - sjáumst eftir mánuð.
11. mar. 2009
hæ það var með Pressinu á 7900 aðra leiðina um daginn bara í 12 tima( þið þurfið bara aðra leiðina ekki satt ?? ) Kv. M.