Edik og þang

Var að skoða vef Japan Centre sem er verslun sem við notum mikið í London (og munum nota mikið þegar við flytjum aftur....sem ég vildi óska að væri helst á morgun). Þarf nefnilega að fara að huga að því að kaupa meira af noriblöðum (þangblöðum) til sushigerðar og varð þess vegna (því miður) litið á vef einnar af okkar uppáhalds verslunum í London. Ég hefði betur sleppt því vegna þess að því fylgir ekkert nema þung lund og stirt skap.

Hrísgrjónaedik (sem maður notar t.d. í sushi) kostar í Japan Centre 1.69 pund (er meira að segja á útsölu núna og kostar 1.32 pund). Þetta er sama merki, sama magn 335 ml og sömu umbúðir og í "Sælkera"-verslun Nings eða hvað hún heitir) nema í þar kostar flaskan 998 krónur. Það er rúmlega 600 króna munur og það er þrátt fyrir afskaplega óhagstætt gengi íslensku krónunnar. Er verið að djóka í okkur eða?????

Hrísgrjónaedik Ef við skoðum Noriblöðin má sjá að þau kosta frá 99 p - 1.96 pund. EINU blöðin sem fást í "Sælkera"-verslun Nings kosta 775 krónur. Það er um 500-600 króna munur.

Noriblöð

Ég keypti reglulega í London 50 noriblöð í pakka á 6.90 pund sem er hræódýrt en samt voru blöðin af bestu gæðum.

Þetta er frábært eða hitt þó heldur.  Áfram Ísland :(

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It  

Ummæli

Lisa Hjalt
29. des. 2008

hættum þessu rugli og komum okkur héðan!

CafeSigrun.com
29. des. 2008

Ó já Lísa...drífum okkur burt....við gætum opnað kaffihús einhvers staðar...á Maui eða eitthvað og verið gorgeous fyrir lítinn pening