Geitur og górillur

Gleðilega hátíð öll...

Þetta er búið að vera reglulega rólegt og fínt hjá okkur. Ég var himinlifandi með alla pakkana mína, þeir hittu allir í mark. Ég fékk m.a. endurvarpsskerm fyrir myndatöku, ljósasett (on a budget...sem gerir það enn þá skemmtilegra), matreiðslubækur, eldhúsdót (úr silikoni), o.fl., o.fl. Allar gjafirnar voru flottar en sú sem okkur þótti einna vænst um var frá Elvu og Óla okkar. Þau gáfu okkur ættleidda górillu úr sömu fjöllum og við heimsóttum á þessu ári í Rwanda. Við erum að drepast úr ánægju yfir górillunni. Ekki nóg með það heldur gáfu foreldrar Elvu okkur geit frá Uganda (eða frá svipuðum slóðum en mér finnst gaman að hugsa til þess að ugandíski námsmaðurinn muni á einhvern hátt njóta góðs af gjöfinni (a.m.k. svona andlega) hann seldi jú sínar til að geta kostað hluta námsins sem við borguðum fyrir). Górillan og geitin fara líka í stafræna dýraverndunarsvæðið okkar sem nú inniheldur geit, górillu, tígrisdýr og ísbjörn. Ekki viss um samt að þau myndu lifa í sátt og samlyndi svona í alvörunni en þau gera það að minnsta kosti svona í huga okkar.

Þorláksmessuboðið tókst líka afskaplega vel. Það mættu hátt í 70 manns og það var mikið borðað, drukkið, talað og hlegið. Kærar þakkir fyrir komuna þið sem mættuð. Upphaflegt planið var opið hús frá 15-miðnættis en síðustu gestir komu á miðnætti og fórum um 2.30...bara gaman. Þetta var rosa partý og meira að segja var pissað á gólfið, ein dama klæddi sig úr buxunum sínum, sofnaði í sófanum og gleymdi svo buxunum og fór á nærbuxunum heim. Einnig var hellingur af rauðvíni, kakói o.fl. á gólfinu sem og víðar. Nánari útskýringar þurfa þó að fylgja því sá sem pissaði var 8 vikna gamall labradorhvolpur (sem ég var næstum því búin að kremja til dauða því hann (eða hún réttar sagt) var svo sætur).... Sú sem gleymdi buxunum var 5 ára stúlka sem var í heimsókn af neðri hæðinni (og hvolpurinn var í hennar eigu). Pabbinn sat svo á spjalli um tónlist, afríku, ljósmyndun o.fl. fram á rauða nótt. Ekki amalegt umræðuefni og þetta var reglulega skemmtilegt allt saman. Margt af fólkinu sem mætti sér maður bara einu sinni á ári (og ég veit að jólin eru komin þegar þetta fólk mætir) og suma var ég að sjá í fyrsta skipti (og meiriháttar að fá loksins tækifæri til!!!!). Suma var ég að sjá eftir 20 ár (nágranni sem ég hitti síðast í gaggó). Hrikalega skemmtilegt. Svo voru auðvitað „The usual suspects“ en svo vantaði aðra líka sem við fáum vonandi tækifæri til að hitta síðar. Þetta er því allt í allt bæði árlegt ríjúníon og uppskeruhátíð CafeSigrun...svona brot af því (vonandi) besta (eða skársta).

Best að reyna að koma sér úr náttfötunum....hafið það reglulega gott......

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It  

Ummæli

Lisa Hjalt
25. des. 2008

ha ha ha, snilld, þessi lestur, þ.e. í síðari efnisgreininni, byrjaði ekkert alltof vel og ég hugsaði bara: Hvað gerðist eftir að við fórum!!!

takk enn og aftur fyrir okkur

CafeSigrun.com
25. des. 2008

He he....rosalegt svall eftir að þið fóruð...vildum ekki haga okkur of illa á meðan þið voruð... :)

Eygló frænka
27. des. 2008

Vá, lítur úr fyrir að ég hafi misst af svaka partý!!

Sigrún
27. des. 2008

Hvort þú gerðir Eygló!!!! Við stólum á að fá þig í heimsókn (einkapartý) á nýju ári (eða fyrir áramót ;)...þú veist hvar við erum.....