Jólauppskriftir CafeSigrun 2008 komnar inn
Það kennir ýmissa grasa að þessu sinni og t.d. má hér finna hollari Sörur (eða CafeSigrúnur he he)...Franska súkkulaðiköku (guðdómleg), Asparssúpu, Vanilluís, Bláberja- og súkkulaðiís og margt fleira. Það er smá súkkulaðiþema enda eru jólin óneitanlega samtengd þessu frábæra hráefni sem inniheldur endalaust mikið af andoxunarefnum. Athugið þó að hægt er að nota carob í allar uppskriftir í stað súkkulaðis/kakós ef þið eruð viðkvæm/hafið ofnæmi fyrir kakóinu. Einnig má oft skipta út súkkulaði/kakó fyrir eitthvað annað í uppskriftum svo enginn þarf að örvænta. Ég vona að uppskriftirnar falli vel í kramið.
Efst frá vinstri: Sveskju- og cashewkonfekt, Súkkulaði- og möndlubitar (fudge), Súkkulaði,- pistachio,- og hafrabitar, Bláberja- og súkkulaðiís, Asparssúpa, Banana,- hafra,- og súkkulaðikökur, Kryddaðar hafra-, súkkulaði,- og rúsínukökur, Franska súkkulaðikakan hennar Lísu, Súkkulaðiávaxtakakan hennar Nigellu, Möndlukökur- með súkkulaðikremi, Sörur, Vanilluís












Ummæli
01. des. 2008
Sigrún, Sigrún, Sigrún, hvað á maður að segja annað en að nú toppaðirðu alveg sjálfa þig!
Ég átti von á öllum kræsingunum með súkkulaðinu en ég vissi ekki hvert ég ætlaði þegar ég sá asparssúpuna. Er einmitt alin upp við það að fá asparssúpu á jólunum en geri hana samt aldrei sjálf. Nú verður bætt úr því hið snarasta.
Og ég þarf greinilega að gera CafeSigrúnur ;-)
Þúsund þakkir
01. des. 2008
Sæl og takk innilega fyrir þetta.
Ég er einmitt farin að skoða uppskriftir þar sem ég byrja að baka 6. des. Það eina sem mér finnst skritið er að hafa hnetur í smjörkremi á sörunum, ætti ég reyni ekki að breyta því eitthvað.
En allt hitt litur rosalega vel út. nammi namm!
01. des. 2008
Takk Lísa mín :)
Korinna: Það er ekki bara skrítið heldur stórfurðulegt að nota hnetur í 'smjörkremi' en þar sem ég nota aldrei smjör verður maður að impróvisera :) Það má alltaf gera venjulegar Sörur ef maður fílar ekki þessar.
01. des. 2008
Vá þú ert nú meiri snillingurinn! Mig langar bara að prófa allt saman! :) Takk fyrir að græja svona flottar uppskriftir fyrir okkur, þú ert æði!
Kveðjur frá Akureyrinni.
02. des. 2008
umm ekkert smá girnilegt,, sérstaklega franska kakan og sigrúnurnar,,,
02. des. 2008
Takk Fanney Dóra og takk Elísabet... :)
02. des. 2008
vá...vá, þetta lítur svakalega vel út hjá þér.
02. des. 2008
Takk fyrir þetta-hlakka til að prófa Sigrúnurnar og reyndar ýmislegt annað. Gaman að sjá meira hrátt hjá þér, maður er ekki alltaf í gírnum til að kynda ofn ef það er bara þörf og tími fyrir eina uppskrift. Kveðja Stína
03. des. 2008
guðdómlega girnilegt!
03. des. 2008
Takk Ingvi, Stína og Oddný :) Gott að fá klapp á bakið.
03. des. 2008
Ég var að spá í einu, hvað heldurðu að pistasíugómsætlingarnir geymist lengi?
03. des. 2008
yummi yummi eins og Larsen sagði ... lítur allt óheyrilega vel út og bragðast örugglega enn betur ;-) Ætli ég/við prófum ekki bara ... ALLT !! Er að spá í Sörum með hvítu súkkulaði - sjáum hvernig það gerir sig ... kyss&knús frá Köben
03. des. 2008
Takk Anna Stína..þú ættir að geta notað kakósmjör í allt (eða hvítt súkkulaði) í staðinn fyrir kakó. Láttu mig ENDILEGA hvernig tekst til ef þú ferð út í svoleiðis framkvæmdir :)
Fanney Dóra: Pistachiobitarnir geymdust vel í ísskápnum í viku og ef þú bleytir ekki pistachio hneturnar geta þeir geymst í alveg 3-4 vikur (vatnið kemur enzínum af stað)....Þú getur líka alltaf fryst bitana og tekið einn og einn út...þannig geymast þeir í alveg 3 mánuði...í góðu boxi.
05. des. 2008
Halelúja!
05. des. 2008
Glæsilegt! Takk fyrir þetta :D
28. des. 2008
Alltaf sami snillingurinn, þúsund þakkir mín kæra!