Leiðrétting (af gefnu tilefni)!
Ég er í frekar óvenjulegri stöðu akkúrat núna. Þannig er mál með vexti að á Netinu hefur gengið tölvupóstur manna á milli með færslunni sem ég skrifaði um daginn hér á vefinn. Ég hef verið að heyra af þessari færslu í kringum mig og það er ekkert nema gott og blessað um það að segja og bara gaman að færslan hafi vakið athygli. Ég hins vegar fékk tölvupóst í dag frá Jóhannesi sem honum hafði verið sendur....og í tölvupóstinum var færslan mín og henni hafði verið breytt. Það er vitnað í mig og vefinn minn sem er fínt nema orðalaginu í sjálfri færslunni hefur verið breytt, ýmsum orðum bætt við, sum orð tekin út...ég hefði haldið að annað hvort væri færslan nógu góð til að standa sjálf...eða ekki?
Ég vil taka tvennt SKÝRT fram.
- Í minni færslu tala ég ekki um ákveðinn þjóðfélagshóp heldur tala ég um útlendinga almennt. Ég myndi aldrei setja alla útlendinga undir einn hatt. Ekki alveg minn stíll.
- Ég minntist aldrei á Gordon Brown og hefði aldrei notað það orðalag sem notað er í því samhengi. Ekki alveg minn stíll.
Ef þið fáið þennan póst í hendurnar, hafið þá bara í huga að upphafleg færsla er ekki alveg eins, og ég hvet ykkur til að bera saman eða a.m.k. muna eftir því að það sem gengur í tölvupóstinum er ekki 100% orðrétt frá mér. Kannski 95% en ekki 100%.
Bara svo þetta sé á hreinu!
Ummæli
05. nóv. 2008
afsakið orðbragðið en hvaða fábjáni er að breyta orðalaginu þínu áður en hann áframsendir póstinn?
ætli þetta sé eitthvað séríslenskt fyrirbrigði?!
ótrúlegt alveg
05. nóv. 2008
Ertu ekki að djóka???? sumt fólk er svo óforskammað að það er engu lagi líkt,, . Á ekki til orð yfir því að það sé einhver svona ómerkilegur,,,
05. nóv. 2008
hæ þetta er þjófnaður, þu getur garið í hart ( mál ) þu mundir vinna það kv. m.